Brosi allan hringinn 9. maí 2006 21:14 Árni Sigfússon virðist ekki þurfa að hafa áhyggjur af að leita sér að nýrri vinnu eftir næstu kosningar. MYND/Pjetur "Ég brosi auðvitað allan hringinn," sagði Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, þegar kynntar voru niðurstöður könnunar fyrir NFS um fylgi flokkanna sem eru þar í framboði. Tveir af hverjum þremur kjósendum í Reykjanesbæ myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef gengið yrði til kosninga nú.Það stefnir í stórsigur Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ miðað við niðurstöður könnunar Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands fyrir NFS.Samfylkingarfólk og Framsóknarmenn sameinuðust í A-lista framboði fyrir kosningarnar og freistuðu þess að vinna meirihluta af Sjálfstæðisflokknum. Sú tilraun virðist ætla að mistakast hrapallega. Fylgi A-listans mælist 32 prósent en flokkarnir sem að honum standa fengu 47 prósenta fylgi í síðustu kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn er hins vegar í stórsókn og fengi tæp 68 prósent atkvæða, fimmtán prósentustigum meira en fyrir fjórum árum.Aðrir flokkar bjóða fram í fyrsta sinn og mælast vart eða ekki. Enginn nefndi Frjálslynda flokkinn, og Vinstri-grænir og Reykjanesbæjarlistinn voru aðeins nefndir einu sinni hvor um sig.Árni Sigfússon, bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðismanna, var að vonum kátur. "Ég brosi auðvitað allan hringinn," sagði hann. "Mér þykir mjög vænt um þessa miklu samstöðu sem mikill meirihluti bæjarbúa er að sýna með þessu. Árni benti þó á að þrjú nýjustu framboðin hefðu ekki verið búin að kynna sig þegar könnunin var gerð og því væri rétt að gefa þeim eitthvert tækifæri áður en þau væru afskrifuð. Fylgi flokkanna gæti því enn átt eftir að breytast.Reynir Valbergsson, bæjarstjóraefni A-listans, sagðist sannfærður um að listinn fengi meira fylgi í kosningum en í könnuninni. Hann sagði að nú lægi fyrir mönnum að berjast og vísaði til orða Winstons Churchills, sem tvisvar var forsætisráðherra Bretlands, um að ef menn ættu leið um helvíti ættu þeir ekki að nema staðar heldur halda áfram göngu sinni.Oddvitar minni framboðanna bentu á að þau væru nýframkomin og því þekktu kjósendur lítið til þeirra. Sigurður Eyberg, oddviti Vinstri-grænna, sagði ekkert að marka kosninguna þar sem hún hefði verið gerð í síðustu viku, áður en flokkurinn ákvað framboð í Reykjanesbæ.Oddviti Reykjanesbæjarlistans á sæti í miðstjórn Frjálslynda flokksins sem býður þar með fram klofinn í sveitarfélaginu. Kristinn Guðmundsson, oddviti Frjálslynda flokksins, átti ekki í vandræðum með að skýra hvernig á þessu stæði. "Við héldum að við yrðum svo stórir að við þyrftum að bjóða fram í tveimur flokkum." Framsóknarflokkurinn Fréttir Frjálslyndi flokkurinn Innlent Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar Vinstri græn Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Sjá meira
"Ég brosi auðvitað allan hringinn," sagði Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, þegar kynntar voru niðurstöður könnunar fyrir NFS um fylgi flokkanna sem eru þar í framboði. Tveir af hverjum þremur kjósendum í Reykjanesbæ myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef gengið yrði til kosninga nú.Það stefnir í stórsigur Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ miðað við niðurstöður könnunar Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands fyrir NFS.Samfylkingarfólk og Framsóknarmenn sameinuðust í A-lista framboði fyrir kosningarnar og freistuðu þess að vinna meirihluta af Sjálfstæðisflokknum. Sú tilraun virðist ætla að mistakast hrapallega. Fylgi A-listans mælist 32 prósent en flokkarnir sem að honum standa fengu 47 prósenta fylgi í síðustu kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn er hins vegar í stórsókn og fengi tæp 68 prósent atkvæða, fimmtán prósentustigum meira en fyrir fjórum árum.Aðrir flokkar bjóða fram í fyrsta sinn og mælast vart eða ekki. Enginn nefndi Frjálslynda flokkinn, og Vinstri-grænir og Reykjanesbæjarlistinn voru aðeins nefndir einu sinni hvor um sig.Árni Sigfússon, bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðismanna, var að vonum kátur. "Ég brosi auðvitað allan hringinn," sagði hann. "Mér þykir mjög vænt um þessa miklu samstöðu sem mikill meirihluti bæjarbúa er að sýna með þessu. Árni benti þó á að þrjú nýjustu framboðin hefðu ekki verið búin að kynna sig þegar könnunin var gerð og því væri rétt að gefa þeim eitthvert tækifæri áður en þau væru afskrifuð. Fylgi flokkanna gæti því enn átt eftir að breytast.Reynir Valbergsson, bæjarstjóraefni A-listans, sagðist sannfærður um að listinn fengi meira fylgi í kosningum en í könnuninni. Hann sagði að nú lægi fyrir mönnum að berjast og vísaði til orða Winstons Churchills, sem tvisvar var forsætisráðherra Bretlands, um að ef menn ættu leið um helvíti ættu þeir ekki að nema staðar heldur halda áfram göngu sinni.Oddvitar minni framboðanna bentu á að þau væru nýframkomin og því þekktu kjósendur lítið til þeirra. Sigurður Eyberg, oddviti Vinstri-grænna, sagði ekkert að marka kosninguna þar sem hún hefði verið gerð í síðustu viku, áður en flokkurinn ákvað framboð í Reykjanesbæ.Oddviti Reykjanesbæjarlistans á sæti í miðstjórn Frjálslynda flokksins sem býður þar með fram klofinn í sveitarfélaginu. Kristinn Guðmundsson, oddviti Frjálslynda flokksins, átti ekki í vandræðum með að skýra hvernig á þessu stæði. "Við héldum að við yrðum svo stórir að við þyrftum að bjóða fram í tveimur flokkum."
Framsóknarflokkurinn Fréttir Frjálslyndi flokkurinn Innlent Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar Vinstri græn Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Sjá meira