Nash verðmætasti leikmaðurinn 8. maí 2006 05:00 Steve Nash heldur hér á styttunni góðu og gefur til kynna að hann sé að vinna hana annað árið í röð NordicPhotos/GettyImages Kanadíski leikstjórnandinn Steve Nash hjá Phoenix Suns var um helgina kjörinn verðmætasti leikmaður NBA deildarinnar annað árið í röð, en fréttir þess efnis höfðu reyndar lekið út fyrir nokkru síðan eins og greint var frá hér á Vísi. Nash er þar með kominn í afar þröngan hóp leikmanna í sögu NBA deildarinnar til að vinna til þessarar viðurkenningar tvö ár í röð, en mjög skiptar skoðanir voru um valið að þessu sinni. Enginn dregur þó í efa að framlag Nash til Phoenix-liðsins í vetur hefur verið ómetanlegt. Phoenix var spútniklið ársins í NBA í fyrra, en missti marga lykilmenn í burtu síðasta sumar og þá má ekki gleyma því að hinn magnaði Amare Stoudemire hefur verið meiddur í allan vetur. Það kom þó ekki að sök í vetur, því Nash náði að leiða liðið til sigurs í sínum riðli og 54 sigra í deildarkeppninni. Nash hlaut 924 atkvæði í kjörinu, þar af 57 í efsta sætið, LeBron James kom næstur með 688 atkvæði og 16 í efsta sætið, Dirk Nowitzki hlaut 544 atkvæði og 14 í efsta sætið, Kobe Bryant hlaut 483 atkvæði og 22 í efsta sætið og Chauncey Billups hlaut 430 atkvæði og 15 í fyrsta sætið. Aðrir voru þar talsvert fyrir neðan. "Ég þarf að klípa sjálfan mig til að ganga úr skugga um hvort mig sé að dreyma. Ég trúi ekki að ég standi hér í dag og taki við þessum verðlaunum. Ég trúði því ekki í fyrra og það er í raun enn erfiðara að trúa því núna - en ég ætla nú samt ekkert að skila styttunni," sagði Nash og glotti á blaðamannafundinum eftir að hafa tekið við verðlaununum. Nash varð aðeins ellefti leikmaðurinn í sögu NBA til að hljóta verðlaunin oftar en einu sinni og níundi leikmaðurinn til að hljóta þau tvö ár í röð. Þar með er hann kominn í hóp leikmanna eins og Kareem-Abdul Jabbar, Bill Russell, Wilt Chamberlain, Michael Jordan, Magic Johnson, Larry Bird, Moses Malone og Tim Duncan. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Í beinni: England - Wales | Nágrannaslagur í lokaleiknum Í beinni: Frakkland - Holland | Frakkar vilja fara með fullt hús áfram Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon Sjá meira
Kanadíski leikstjórnandinn Steve Nash hjá Phoenix Suns var um helgina kjörinn verðmætasti leikmaður NBA deildarinnar annað árið í röð, en fréttir þess efnis höfðu reyndar lekið út fyrir nokkru síðan eins og greint var frá hér á Vísi. Nash er þar með kominn í afar þröngan hóp leikmanna í sögu NBA deildarinnar til að vinna til þessarar viðurkenningar tvö ár í röð, en mjög skiptar skoðanir voru um valið að þessu sinni. Enginn dregur þó í efa að framlag Nash til Phoenix-liðsins í vetur hefur verið ómetanlegt. Phoenix var spútniklið ársins í NBA í fyrra, en missti marga lykilmenn í burtu síðasta sumar og þá má ekki gleyma því að hinn magnaði Amare Stoudemire hefur verið meiddur í allan vetur. Það kom þó ekki að sök í vetur, því Nash náði að leiða liðið til sigurs í sínum riðli og 54 sigra í deildarkeppninni. Nash hlaut 924 atkvæði í kjörinu, þar af 57 í efsta sætið, LeBron James kom næstur með 688 atkvæði og 16 í efsta sætið, Dirk Nowitzki hlaut 544 atkvæði og 14 í efsta sætið, Kobe Bryant hlaut 483 atkvæði og 22 í efsta sætið og Chauncey Billups hlaut 430 atkvæði og 15 í fyrsta sætið. Aðrir voru þar talsvert fyrir neðan. "Ég þarf að klípa sjálfan mig til að ganga úr skugga um hvort mig sé að dreyma. Ég trúi ekki að ég standi hér í dag og taki við þessum verðlaunum. Ég trúði því ekki í fyrra og það er í raun enn erfiðara að trúa því núna - en ég ætla nú samt ekkert að skila styttunni," sagði Nash og glotti á blaðamannafundinum eftir að hafa tekið við verðlaununum. Nash varð aðeins ellefti leikmaðurinn í sögu NBA til að hljóta verðlaunin oftar en einu sinni og níundi leikmaðurinn til að hljóta þau tvö ár í röð. Þar með er hann kominn í hóp leikmanna eins og Kareem-Abdul Jabbar, Bill Russell, Wilt Chamberlain, Michael Jordan, Magic Johnson, Larry Bird, Moses Malone og Tim Duncan.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Í beinni: England - Wales | Nágrannaslagur í lokaleiknum Í beinni: Frakkland - Holland | Frakkar vilja fara með fullt hús áfram Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon Sjá meira