Arsenal hreppti fjórða sætið 7. maí 2006 16:05 Leikmenn Arsenal höfðu ástæðu til að fagna í kveðjuleiknum á Highbury í dag. Þeir leika á nýjum 60.000 manna leikvangi á næsta tímabili, Emerates Stadium. Arsenal notfærði sér ófarir Tottenham og landaði fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag með 4-2 sigri á Wigan í lokaumferð deildarinnar sem var að ljúka. Á sama tíma tapaði Tottenham fyrir West Ham, 2-1 en Tottenham var í fjórða sæti fyrir leiki dagsins. Þar með missti Tottenham af tækifærinu til að leika í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Manchester United hafnaði í 2. sæti deildarinnar með því að valta yfir Charlton 4-0 en einu stigi á eftir í þriðja sæti kemur Liverpool sem vann 1-3 útisigur á Portsmouth. Thierry Henry var að vanda hetja Arsenal en hann skoraði þrennu fyrir sína menn í síðasta leik liðsins á Highbury sem félagið kveður nú og leikur á nýjum og stærri leikvangi á næsta tímabili. Það verður eflaust einhver eftirmáli af gangi mála í dag en í morgun veiktust 7 af leikmönnum Tottenhan af matareitrun og vildu fá leik sínum gegn West Ham frestað. Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar þvertóku fyrir að fresta leiknum og Tottenham þarf að láta sér lynda að leika í Evrópukeppni félagsliða á næsta tímabili. Heiðar Helguson skoraði eina mark Fulham sem lagði Middlesborough 1-0 en markið kom úr vítaspyrnu á 84. mínútu. Heiðar kom inn á af varamannabekknum á 56. mínútu fyrir Collins John. Newcastle lagði meistara Chelsea 1-0 með marki frá Titus Bramble. Liverpool vann 1-3 útisigur á Portsmouth þar sem Robbie Fowler, Peter Crouch og Djibril Cisse skoruðu mörkin. Louis Saha, Christiano Ronaldo og Kieran Richardson skoruðu mörk Man Utd í 4-0 sigrinum á Charlton en eitt markanna var sjálfsmark. Önnur úrslit urðu eftirfarandi; Aston Villa-Sunderland 2-1 Bolton Birmingham 1-0 Everton-West Brom 2-2 Blackburn-Man City 2-0 Tottenham og Blackburn leika í Evrópukeppni félagsliða auk West Ham sem þrátt fyrir að lenda í 9. sætil deildarinnar öðlast rétt til að leika í UEFA Cup þar sem liðið leikur til úrslita við Liverpool í bikarkeppninni en Liverpool hefur þegar tryggt sér Meistaradeildarsæti og hefur ekki þörf fyrir UEFA Cup sæti. Lokastaðan 1 Chelsea 91 2 Man Utd 83 3 Liverpool 82 4 Arsenal 67 5 Tottenham 65 6 Blackburn 63 7 Newcastle 58 8 Bolton 56 9 West Ham 55 10 Wigan 51 11 Everton 50 12 Fulham 48 13 Charlton 47 14 M.brough 45 15 Man City 43 16 Aston Villa 42 17 Portsmouth 38 18 Birmingham 34 19 West Brom 30 20 Sunderland 15 Enski boltinn Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Suðurnesjaliðin með góða sigra Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Frækinn sigur Vals í Kristianstad Sjá meira
Arsenal notfærði sér ófarir Tottenham og landaði fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag með 4-2 sigri á Wigan í lokaumferð deildarinnar sem var að ljúka. Á sama tíma tapaði Tottenham fyrir West Ham, 2-1 en Tottenham var í fjórða sæti fyrir leiki dagsins. Þar með missti Tottenham af tækifærinu til að leika í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Manchester United hafnaði í 2. sæti deildarinnar með því að valta yfir Charlton 4-0 en einu stigi á eftir í þriðja sæti kemur Liverpool sem vann 1-3 útisigur á Portsmouth. Thierry Henry var að vanda hetja Arsenal en hann skoraði þrennu fyrir sína menn í síðasta leik liðsins á Highbury sem félagið kveður nú og leikur á nýjum og stærri leikvangi á næsta tímabili. Það verður eflaust einhver eftirmáli af gangi mála í dag en í morgun veiktust 7 af leikmönnum Tottenhan af matareitrun og vildu fá leik sínum gegn West Ham frestað. Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar þvertóku fyrir að fresta leiknum og Tottenham þarf að láta sér lynda að leika í Evrópukeppni félagsliða á næsta tímabili. Heiðar Helguson skoraði eina mark Fulham sem lagði Middlesborough 1-0 en markið kom úr vítaspyrnu á 84. mínútu. Heiðar kom inn á af varamannabekknum á 56. mínútu fyrir Collins John. Newcastle lagði meistara Chelsea 1-0 með marki frá Titus Bramble. Liverpool vann 1-3 útisigur á Portsmouth þar sem Robbie Fowler, Peter Crouch og Djibril Cisse skoruðu mörkin. Louis Saha, Christiano Ronaldo og Kieran Richardson skoruðu mörk Man Utd í 4-0 sigrinum á Charlton en eitt markanna var sjálfsmark. Önnur úrslit urðu eftirfarandi; Aston Villa-Sunderland 2-1 Bolton Birmingham 1-0 Everton-West Brom 2-2 Blackburn-Man City 2-0 Tottenham og Blackburn leika í Evrópukeppni félagsliða auk West Ham sem þrátt fyrir að lenda í 9. sætil deildarinnar öðlast rétt til að leika í UEFA Cup þar sem liðið leikur til úrslita við Liverpool í bikarkeppninni en Liverpool hefur þegar tryggt sér Meistaradeildarsæti og hefur ekki þörf fyrir UEFA Cup sæti. Lokastaðan 1 Chelsea 91 2 Man Utd 83 3 Liverpool 82 4 Arsenal 67 5 Tottenham 65 6 Blackburn 63 7 Newcastle 58 8 Bolton 56 9 West Ham 55 10 Wigan 51 11 Everton 50 12 Fulham 48 13 Charlton 47 14 M.brough 45 15 Man City 43 16 Aston Villa 42 17 Portsmouth 38 18 Birmingham 34 19 West Brom 30 20 Sunderland 15
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Suðurnesjaliðin með góða sigra Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Frækinn sigur Vals í Kristianstad Sjá meira