Fallbaráttan í algleymingi um helgina 28. apríl 2006 12:30 Þeir Steve Bruce og Bryan Robson fagna hér Englandsmeistaratitlinum með Manchester United árið 1993, en nú er öldin önnur og flest bendir til þess að þeir falli báðir í 1. deildina sem knattspyrnustjórar Birmingham og West Brom NordicPhotos/GettyImages Fallbaráttan í ensku úrvalsdeildinni verður sannarlega í sviðsljósinu um helgina, en þá koma örlög Portsmouth, Birmingham og West Brom til með verða ráðin. Ljóst er að tvö af þessum liðum munu fylgja Sunderland í 1. deildina í vor og stjórar liðanna munu eflaust tjalda öllu til að krækja sér í dýrmæt stig um helgina. Steve Bruce, stjóri Birmingham, segir að leikur liðsins gegn Newcastle á laugardaginn sé mikilvægasti leikur í sögu félagsins. Birmingham er tveimur stigum á eftir Portsmouth og fjórum stigum fyrir ofan West Brom í töflunni þegar tveir leikir eru eftir. West Brom fellur ef Birmingham gerir jafntefli um helgina og Bryan Robson segist gera sér fullkomlega grein fyrir því. "Við erum meira og minna fallnir," sagði Robson. Portsmouth getur hinsvegar tryggt veru sína í deildinni ef úrslit helgarinnar verða liðinu í hag, því ef Portsmouth leggur Wigan og Birmingham nær ekki að vinna Newcastle, eru lærisveinar Harry Redknapp sloppnir fyrir horn. Markið hjá Mendes vendipunkturinn "Ef einhver hefði boðið mér þessa stöðu mála fyrir tveimur mánuðum, hefði ég sannarlega þegið hana, " sagði Redknapp og sagði að vendipunkturinn á tímabilinu hjá Portsmouth hafi komið í 2-1 sigri liðsins gegn Manchester City. "Þann 11. mars skoraði Pedro Mendez glæsilegt sigurmark fyrir okkur á lokamínútunum gegn City og það var að mínu mati vendipunkturinn í ár. Ég held að þetta glæsilega mark hafi gert gæfumuninn fyrir mig, leikmennina og stuðningsmennina og ég er er hræddur um að við hefðum farið beint niður ef ekki hefði verið fyrir þetta mark," sagði Redknapp. Standast þeir pressuna? Steve Bruce hjá Birmingham segir að örlög liðsins ráðist á því hvort leikmennirnir standist pressuna á lokasprettinum. "Þetta veltur allt á því hvernig leikmennirnir halda á spöðunum. Við höfum vissulega spilað nokkra leiki síðan um jól þar sem við höfum nauðsynlega þurft að vinna. Við höfum reynt okkar besta til að vera jákvæðir og verðum að ná hagstæðum úrslitum um helgina - en það er ekkert leyndarmál að ég verð með annað augað á Portsmouth-leiknum," sagði Bruce. Robson hóflega bjartsýnn Bryan Robson er skiljanlega orðinn mjög vondaufur um að vinna það kraftaverka að halda liði sínu West Brom uppi annað árið í röð. "Það eru stærðfræðilegir möguleikar á því að við höldum okkur uppi, en það eru ekki leikirnir sem eftir eru sem komu okkur í þessa aðstöðu - það eru slæm úrslit í allan vetur. Við getum aðeins undirbúið okkur vel fyrir leikinn gegn West Ham á mánudaginn og vonað að úrslit helgarinnar verði okkur í hag." Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Handbolti Valur sótti nauman sigur norður Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Younghoe sparkað burt Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Hefur orðið heimsmeistari jafn oft og Usain Bolt Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Bills byrjar tímabilið með látum Missti níu leikmenn milli tímabila: „Passar mjög vel við aðstoðarþjálfarastarfið“ Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Littler laug því að hann væri hættur Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sjá meira
Fallbaráttan í ensku úrvalsdeildinni verður sannarlega í sviðsljósinu um helgina, en þá koma örlög Portsmouth, Birmingham og West Brom til með verða ráðin. Ljóst er að tvö af þessum liðum munu fylgja Sunderland í 1. deildina í vor og stjórar liðanna munu eflaust tjalda öllu til að krækja sér í dýrmæt stig um helgina. Steve Bruce, stjóri Birmingham, segir að leikur liðsins gegn Newcastle á laugardaginn sé mikilvægasti leikur í sögu félagsins. Birmingham er tveimur stigum á eftir Portsmouth og fjórum stigum fyrir ofan West Brom í töflunni þegar tveir leikir eru eftir. West Brom fellur ef Birmingham gerir jafntefli um helgina og Bryan Robson segist gera sér fullkomlega grein fyrir því. "Við erum meira og minna fallnir," sagði Robson. Portsmouth getur hinsvegar tryggt veru sína í deildinni ef úrslit helgarinnar verða liðinu í hag, því ef Portsmouth leggur Wigan og Birmingham nær ekki að vinna Newcastle, eru lærisveinar Harry Redknapp sloppnir fyrir horn. Markið hjá Mendes vendipunkturinn "Ef einhver hefði boðið mér þessa stöðu mála fyrir tveimur mánuðum, hefði ég sannarlega þegið hana, " sagði Redknapp og sagði að vendipunkturinn á tímabilinu hjá Portsmouth hafi komið í 2-1 sigri liðsins gegn Manchester City. "Þann 11. mars skoraði Pedro Mendez glæsilegt sigurmark fyrir okkur á lokamínútunum gegn City og það var að mínu mati vendipunkturinn í ár. Ég held að þetta glæsilega mark hafi gert gæfumuninn fyrir mig, leikmennina og stuðningsmennina og ég er er hræddur um að við hefðum farið beint niður ef ekki hefði verið fyrir þetta mark," sagði Redknapp. Standast þeir pressuna? Steve Bruce hjá Birmingham segir að örlög liðsins ráðist á því hvort leikmennirnir standist pressuna á lokasprettinum. "Þetta veltur allt á því hvernig leikmennirnir halda á spöðunum. Við höfum vissulega spilað nokkra leiki síðan um jól þar sem við höfum nauðsynlega þurft að vinna. Við höfum reynt okkar besta til að vera jákvæðir og verðum að ná hagstæðum úrslitum um helgina - en það er ekkert leyndarmál að ég verð með annað augað á Portsmouth-leiknum," sagði Bruce. Robson hóflega bjartsýnn Bryan Robson er skiljanlega orðinn mjög vondaufur um að vinna það kraftaverka að halda liði sínu West Brom uppi annað árið í röð. "Það eru stærðfræðilegir möguleikar á því að við höldum okkur uppi, en það eru ekki leikirnir sem eftir eru sem komu okkur í þessa aðstöðu - það eru slæm úrslit í allan vetur. Við getum aðeins undirbúið okkur vel fyrir leikinn gegn West Ham á mánudaginn og vonað að úrslit helgarinnar verði okkur í hag."
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Handbolti Valur sótti nauman sigur norður Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Younghoe sparkað burt Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Hefur orðið heimsmeistari jafn oft og Usain Bolt Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Bills byrjar tímabilið með látum Missti níu leikmenn milli tímabila: „Passar mjög vel við aðstoðarþjálfarastarfið“ Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Littler laug því að hann væri hættur Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sjá meira