Brasilía gæti lent í vandræðum 26. apríl 2006 17:38 Lothar Matthaus NordicPhotos/GettyImages Lothar Matthaus, sem var fyrirliði Þjóðverja þegar liðið varð heimsmeistari árið 1990, spáir að heimsmeistarar Brasilíu eigi eftir að lenda í vandræðum í Þýskalandi í sumar og tippar á að Argentínumenn og Englendingar fari langt í keppninni. "Ég held að Þjóðverjar komist örugglega upp úr sínum riðli á mótinu en eftir það mæta þeir líklega Englendingum eða Svíum og þá fer nú róðurinn að þyngjast hjá þeim. Þýskaland hefur ekki yfir jafn mörgum góðum leikmönnum að ráða eins og þjóðir á borð við Englendinga, Argentínumenn og Ítali," sagði Matthaus, sem telur að markvörðurinn Paul Robinson hjá Tottenham gæti gert gæfumuninn í enska liðinu á mótinu. "Enska liðið er sterkara nú en á síðustu tveimur stórmótum, ekki síst út af Paul Robinson í markinu, því það er ekki nóg að vera með gott lið í svona keppni ef þú ert ekki með góðan markvörð. Ég tel enska liðið eiga góða möguleika á að gera vel í sumar, enda hefur það innan sinna raða sterka leikmenn eins og Rooney, Lampard, Gerrard og Beckham," sagði Matthaus og bætti við að hann reiknaði ekki með að Brasilíumenn næðu að sigra á mótinu í sjötta sinn. "Varnarleikur Brasilíumanna er alls ekki nógu góður og ég held að það verði liðinu að falli í sumar. Þeir eru ekki með nógu góða vörn til að verja titil sinn og ég held meira að segja að þeir gætu lent í miklum vandræðum að komast upp úr riðlinum sínum. Ástralir eru með ágætt lið og frábæran þjálfara, Japan hefur staðið vel í þeim í gegn um tíðina og er með þjálfara sem gjörþekkir brasilískan fótbolta - og þá má ekki gleyma króatíska liðinu sem er mjög sterkt og hefur verið með ágætt tak á Brasilíu í æfingaleikjum." Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Fleiri fréttir Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og leiðin í Ofurskálina Skagamenn kaupa Hauk frá Lille „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum „Haukar hefðu alveg eins getað unnið þennan leik“ Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Sjá meira
Lothar Matthaus, sem var fyrirliði Þjóðverja þegar liðið varð heimsmeistari árið 1990, spáir að heimsmeistarar Brasilíu eigi eftir að lenda í vandræðum í Þýskalandi í sumar og tippar á að Argentínumenn og Englendingar fari langt í keppninni. "Ég held að Þjóðverjar komist örugglega upp úr sínum riðli á mótinu en eftir það mæta þeir líklega Englendingum eða Svíum og þá fer nú róðurinn að þyngjast hjá þeim. Þýskaland hefur ekki yfir jafn mörgum góðum leikmönnum að ráða eins og þjóðir á borð við Englendinga, Argentínumenn og Ítali," sagði Matthaus, sem telur að markvörðurinn Paul Robinson hjá Tottenham gæti gert gæfumuninn í enska liðinu á mótinu. "Enska liðið er sterkara nú en á síðustu tveimur stórmótum, ekki síst út af Paul Robinson í markinu, því það er ekki nóg að vera með gott lið í svona keppni ef þú ert ekki með góðan markvörð. Ég tel enska liðið eiga góða möguleika á að gera vel í sumar, enda hefur það innan sinna raða sterka leikmenn eins og Rooney, Lampard, Gerrard og Beckham," sagði Matthaus og bætti við að hann reiknaði ekki með að Brasilíumenn næðu að sigra á mótinu í sjötta sinn. "Varnarleikur Brasilíumanna er alls ekki nógu góður og ég held að það verði liðinu að falli í sumar. Þeir eru ekki með nógu góða vörn til að verja titil sinn og ég held meira að segja að þeir gætu lent í miklum vandræðum að komast upp úr riðlinum sínum. Ástralir eru með ágætt lið og frábæran þjálfara, Japan hefur staðið vel í þeim í gegn um tíðina og er með þjálfara sem gjörþekkir brasilískan fótbolta - og þá má ekki gleyma króatíska liðinu sem er mjög sterkt og hefur verið með ágætt tak á Brasilíu í æfingaleikjum."
Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Fleiri fréttir Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og leiðin í Ofurskálina Skagamenn kaupa Hauk frá Lille „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum „Haukar hefðu alveg eins getað unnið þennan leik“ Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Sjá meira