Gætu byrjað á tvöföldun á Kjalarnesi 26. apríl 2006 16:18 Samgönguráðherra telur koma til greina að byrja framkvæmdir vegna lagningar Sundabrautar á Kjalarnesi. Þannig megi losa Sundabrautina úr gíslingu borgarstjórnar Reykjavíkur.Bjarni Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hóf umræðuna og hvað liði framkvæmdum við Sundabraut. Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra svaraði því til að það væri með ólíkindum hvernig stöðu lagning Sundabrautar væri komin í vegna misvísandi skilaboða úr borgarstjórn Reykjavíkur. Hann sagði Dag B. Eggertsson, borgarstjóraefni Samfylkingar, tala gegn betri vitund þegar hann fjallaði um Sundabraut. Hafði ráðherra á orði að það væri slæmt til þess að orð á borð við dagsatt fengi allt aðra og verri merkingu nú en áður. Vakti þetta hörð viðbrögð í þingsal og kallaði Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, til samgönguráðherra að það væri ömurlegt að ráðast svona að fjarstöddum manni. Því svaraði Sturla að hann hefði því miður ekki verið í borgarstjórn Reykjavíkur í gær og því ekki svarað orðum Dags um sig þar.Samgönguráðherra kom með nýtt útspil. Hann sagði að þar sem borgarstjórn drægi það út í hið óendanlega að taka ákvörðun um legu Sundabrautar væri óhjákvæmilegt annað en að láta athuga hvort byrja mætti framkvæmdir að norðanverðu. Hugmynd samgönguráðherra gengur út á að vegurinn milli Hvalfjarðarganga og fyrirhugaðrar legu Sundabrautar verði tvöfaldaður áður en lagning Sundabrautar hefst.Ummæli ráðherra vöktu þó takmarkaða hrifningu flestra stjórnarandstæðinga. Helgi Hjövar, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði athafnaleysi ráðherra með eindæmum, svo mjög að Faxaflóahafnir byðust til að leggja Sundabraut fyrir hann og Sjóvá-Almennar væru til í að leggja nýjan Suðurlandsveg fyrir ráðherra þar sem hann kæmist aldrei úr startholunum.Atli Gíslason, þingmaður Vinstri-grænna, sagði Sjálfstæðismenn vera að setja leikþátt á svið, skella sökinni á litlum aðgerðum á borgaryfirvöld þegar hún lægi í raun og veru hjá þeim sjálfum. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Sjá meira
Samgönguráðherra telur koma til greina að byrja framkvæmdir vegna lagningar Sundabrautar á Kjalarnesi. Þannig megi losa Sundabrautina úr gíslingu borgarstjórnar Reykjavíkur.Bjarni Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hóf umræðuna og hvað liði framkvæmdum við Sundabraut. Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra svaraði því til að það væri með ólíkindum hvernig stöðu lagning Sundabrautar væri komin í vegna misvísandi skilaboða úr borgarstjórn Reykjavíkur. Hann sagði Dag B. Eggertsson, borgarstjóraefni Samfylkingar, tala gegn betri vitund þegar hann fjallaði um Sundabraut. Hafði ráðherra á orði að það væri slæmt til þess að orð á borð við dagsatt fengi allt aðra og verri merkingu nú en áður. Vakti þetta hörð viðbrögð í þingsal og kallaði Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, til samgönguráðherra að það væri ömurlegt að ráðast svona að fjarstöddum manni. Því svaraði Sturla að hann hefði því miður ekki verið í borgarstjórn Reykjavíkur í gær og því ekki svarað orðum Dags um sig þar.Samgönguráðherra kom með nýtt útspil. Hann sagði að þar sem borgarstjórn drægi það út í hið óendanlega að taka ákvörðun um legu Sundabrautar væri óhjákvæmilegt annað en að láta athuga hvort byrja mætti framkvæmdir að norðanverðu. Hugmynd samgönguráðherra gengur út á að vegurinn milli Hvalfjarðarganga og fyrirhugaðrar legu Sundabrautar verði tvöfaldaður áður en lagning Sundabrautar hefst.Ummæli ráðherra vöktu þó takmarkaða hrifningu flestra stjórnarandstæðinga. Helgi Hjövar, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði athafnaleysi ráðherra með eindæmum, svo mjög að Faxaflóahafnir byðust til að leggja Sundabraut fyrir hann og Sjóvá-Almennar væru til í að leggja nýjan Suðurlandsveg fyrir ráðherra þar sem hann kæmist aldrei úr startholunum.Atli Gíslason, þingmaður Vinstri-grænna, sagði Sjálfstæðismenn vera að setja leikþátt á svið, skella sökinni á litlum aðgerðum á borgaryfirvöld þegar hún lægi í raun og veru hjá þeim sjálfum.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Sjá meira