Forskot Juventus einungis þrjú stig 22. apríl 2006 14:06 Alberto Gilardino gulltryggði sigur AC Milan á Messina. Getty Juventus gerði 1-1 jafntefli við Lazio á heimavelli sínum í dag á meðan AC-Milan sigraði Messina 3-1 á útivelli. Forskot Juventus er því komið niður í 3 stig þegar þrjár umferðir eru eftir en Juventus hefur mistekist að sigra í fimm deildarleikjum í röð. Rocci skoraði fyrsta mark leiksins á 29. mínútu en sex mínútum síðar var Ousmane Dabo rekinn útaf úr liði Lazio sem léku einum færri það sem eftir lifði leiks. Juventus pressaði stíft í síðari hálfleiknum án þess þó að skapa sér umtalsverð færi. David Trezeguet náði svo að jafna á 87. mínútu eftir glæsilegan samleik Patrick Viera og Pavel Nedved. Juventus sóttu stíft það sem eftir lifði leiks og komust þrisvar nálægt því að skora en glæsimarkvarsla hins reynda Angelo Peruzzi og klaufaskapur hjá Svíanum Zlatan Ibrahimovic komu í veg fyrir að Juve fengi öll þrjú stigin. Giuseppi Sculli kom Messina yfir gegn Milan á sjöttu mínútu en Marek Jankulovski og Gennaro Gattuso tryggðu að Milan leiddu 2-1 í hálfleik. Sigurinn var aldrei í hættu og Alberto Gilardino tryggði að Milan hirti öll stigin þrjú með þriðja marki liðsins undir lok leiksins. Nú eru þrjár umferðir eftir í Seria-A og Juventus síður en svo öruggir með titilinn, sérstaklega ef miðað er við gengi liðsins undanfarnar vikur. Þegar Juventus lagði Livorno á útivelli fyrir röskum mánuði síðan þótti einsýnt að þeir mundu tryggja sér titilinn örugglega en nú er þetta aftur orðið hörkuspennandi. Juve eiga næst útileik gegn Siena, þá heimaleik við Palermo og svo útileik gegn Reggina í lokaumferðinni. Milanmenn ætla áreiðanlega ekki að gefa Juve neitt svigrúm til að verða oftar á í messunni enda hafa þeir barist hart þrátt fyrir að staðan hafi virst ómöguleg. Milan eiga eftir heimaleik við Livorno, útileik við Parma og loks heimaleik gegn Roma. Fyrst þurfa þeir þó að fara til Barcelona og leika á Nou Camp í síðari undanúrslitaleik Meistaradeildarinnar en Barcamenn leiða einvígið 1-0. Staða efstu liða: 1 Juventus 35 82 2 AC Milan 35 79 3 Inter Milan 35 74 4 Fiorentina 35 68 5 AC Roma 35 65 Erlendar Fótbolti Ítalski boltinn Íþróttir Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Fleiri fréttir Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Njarðvík - Hamar/Þór | Taka þær toppsætið? Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Sjá meira
Juventus gerði 1-1 jafntefli við Lazio á heimavelli sínum í dag á meðan AC-Milan sigraði Messina 3-1 á útivelli. Forskot Juventus er því komið niður í 3 stig þegar þrjár umferðir eru eftir en Juventus hefur mistekist að sigra í fimm deildarleikjum í röð. Rocci skoraði fyrsta mark leiksins á 29. mínútu en sex mínútum síðar var Ousmane Dabo rekinn útaf úr liði Lazio sem léku einum færri það sem eftir lifði leiks. Juventus pressaði stíft í síðari hálfleiknum án þess þó að skapa sér umtalsverð færi. David Trezeguet náði svo að jafna á 87. mínútu eftir glæsilegan samleik Patrick Viera og Pavel Nedved. Juventus sóttu stíft það sem eftir lifði leiks og komust þrisvar nálægt því að skora en glæsimarkvarsla hins reynda Angelo Peruzzi og klaufaskapur hjá Svíanum Zlatan Ibrahimovic komu í veg fyrir að Juve fengi öll þrjú stigin. Giuseppi Sculli kom Messina yfir gegn Milan á sjöttu mínútu en Marek Jankulovski og Gennaro Gattuso tryggðu að Milan leiddu 2-1 í hálfleik. Sigurinn var aldrei í hættu og Alberto Gilardino tryggði að Milan hirti öll stigin þrjú með þriðja marki liðsins undir lok leiksins. Nú eru þrjár umferðir eftir í Seria-A og Juventus síður en svo öruggir með titilinn, sérstaklega ef miðað er við gengi liðsins undanfarnar vikur. Þegar Juventus lagði Livorno á útivelli fyrir röskum mánuði síðan þótti einsýnt að þeir mundu tryggja sér titilinn örugglega en nú er þetta aftur orðið hörkuspennandi. Juve eiga næst útileik gegn Siena, þá heimaleik við Palermo og svo útileik gegn Reggina í lokaumferðinni. Milanmenn ætla áreiðanlega ekki að gefa Juve neitt svigrúm til að verða oftar á í messunni enda hafa þeir barist hart þrátt fyrir að staðan hafi virst ómöguleg. Milan eiga eftir heimaleik við Livorno, útileik við Parma og loks heimaleik gegn Roma. Fyrst þurfa þeir þó að fara til Barcelona og leika á Nou Camp í síðari undanúrslitaleik Meistaradeildarinnar en Barcamenn leiða einvígið 1-0. Staða efstu liða: 1 Juventus 35 82 2 AC Milan 35 79 3 Inter Milan 35 74 4 Fiorentina 35 68 5 AC Roma 35 65
Erlendar Fótbolti Ítalski boltinn Íþróttir Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Fleiri fréttir Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Njarðvík - Hamar/Þór | Taka þær toppsætið? Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Sjá meira