Stefna á meirihluta í bæjarstjórn 19. apríl 2006 19:00 Sjálfstæðismenn á Akranesi vonast til að ná meirihluta í bæjarstjórn í fyrsta skipti í meira en 60 ár. Til að auka möguleika sína á því hafa þeir fengið fyrrum þingmann Samfylkingarinnar til að vera bæjarstjóraefni sitt. Gísli S. Einarsson hefur setið hvort tveggja í bæjarstjórn Akraness og á þingi fyrir Alþýðuflokkinn og síðar Samfylkinguna. Hann segist hafa tekið boði Sjálfstæðismanna um að vera bæjarstjóraefni flokksins þar sem félagslegar áherslur hans og flokksins séu svipaðar, einkum þegar kemur að uppbyggingu í málefnum aldraðra. Hann hefur sagt sig úr Samfylkingunni en hyggst ekki ganga í Sjálfstæðisflokkurinn heldur vera óflokksbundinn bæjarstjóri ef af verður. En var ekki erfitt að segja skilið við gamla félaga? "Það er nú svo að þegar mann vantar skiprúm og vill róa og ekki gefur báturinn þá tekur maður því skiprúmi sem býðst. Ég tala nú ekki um ef maður getur haft áhrif á hvað aflast," segir Gísli. Það kom Samfylkingarfólki á óvart þegar spurðist út að Gísli yrði bæjarstjóraefni Sjálfstæðismanna. En óttast menn að hann taki fylgi frá Samfylkingunni? "Gísli er vinsæll og hann hefur unnið vel fyrir Samfylkinguna. Þannig að það verður bara að koma í ljós hvort hann tekur fylgi frá Samfylkingunni eða ekki," segir Hrönn Ríkharðsdóttir, sem skipar 2. sæti á lista Samfylkingarinnar en telur málefnastöðu Samfylkingarinnar það sterka að flokkurinn haldi sínu. Sjálfstæðismenn hafa ekki haft meirihluta í bæjarstjórn Akraness síðan hún var kosin fyrst fyrir meira en 60 árum. "Stefnan hjá okkur er að vinna meirihluta í þessum kosningum í maí og geta þá stjórnað með Gísla sem bæjarstjóra," segir Gunnar Sigurðsson, oddviti Sjálfstæðismanna. Fréttir Innlent Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Sjálfstæðismenn á Akranesi vonast til að ná meirihluta í bæjarstjórn í fyrsta skipti í meira en 60 ár. Til að auka möguleika sína á því hafa þeir fengið fyrrum þingmann Samfylkingarinnar til að vera bæjarstjóraefni sitt. Gísli S. Einarsson hefur setið hvort tveggja í bæjarstjórn Akraness og á þingi fyrir Alþýðuflokkinn og síðar Samfylkinguna. Hann segist hafa tekið boði Sjálfstæðismanna um að vera bæjarstjóraefni flokksins þar sem félagslegar áherslur hans og flokksins séu svipaðar, einkum þegar kemur að uppbyggingu í málefnum aldraðra. Hann hefur sagt sig úr Samfylkingunni en hyggst ekki ganga í Sjálfstæðisflokkurinn heldur vera óflokksbundinn bæjarstjóri ef af verður. En var ekki erfitt að segja skilið við gamla félaga? "Það er nú svo að þegar mann vantar skiprúm og vill róa og ekki gefur báturinn þá tekur maður því skiprúmi sem býðst. Ég tala nú ekki um ef maður getur haft áhrif á hvað aflast," segir Gísli. Það kom Samfylkingarfólki á óvart þegar spurðist út að Gísli yrði bæjarstjóraefni Sjálfstæðismanna. En óttast menn að hann taki fylgi frá Samfylkingunni? "Gísli er vinsæll og hann hefur unnið vel fyrir Samfylkinguna. Þannig að það verður bara að koma í ljós hvort hann tekur fylgi frá Samfylkingunni eða ekki," segir Hrönn Ríkharðsdóttir, sem skipar 2. sæti á lista Samfylkingarinnar en telur málefnastöðu Samfylkingarinnar það sterka að flokkurinn haldi sínu. Sjálfstæðismenn hafa ekki haft meirihluta í bæjarstjórn Akraness síðan hún var kosin fyrst fyrir meira en 60 árum. "Stefnan hjá okkur er að vinna meirihluta í þessum kosningum í maí og geta þá stjórnað með Gísla sem bæjarstjóra," segir Gunnar Sigurðsson, oddviti Sjálfstæðismanna.
Fréttir Innlent Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira