Arenas og Redd skoruðu báðir 43 stig 19. apríl 2006 05:45 Michael Redd keyrir hér framhjá Gilbert Arenas í leik Washington og Milwaukee í gærkvöld, en þeir félagar skoruðu báðir 43 stig í leiknum NordicPhotos/GettyImages Sjónvarpsleikurinn á NBA TV í gærkvöldi var hin besta skemmtun en þar bar Washingto sigurorð af Milwaukee á heimavelli sínum 116-103, þar sem Gilbert Arenas hjá Washington og Michael Redd skoruðu 43 stig hvor. Það voru þó heimamenn sem höfðu sigur og eru í góðri stöðu með að ná fimmta sætinu í úrslitakeppninni í Austurdeildinni. Atlanta lagði varalið Miami á heimavelli 103-100 með sigurkörfu Tyrone Lue á lokasekúndunum. Sigurinn var sá 26. hjá Atlanta í vetur og þó það sé auðvitað ekki stórkostlegur árangur - er það engu að síður tvöföldun á sigurleikjum liðsins í fyrravetur. Zaza Pachulia skoraði 18 stig fyrir Atlanta, en Dorell Wright skoraði 19 stig fyrir Miami sem hvílir þá Shaquille O´Neal og Dwayne Wade fyrir átökin í úrslitakeppninni. Memphis lagði LA Clippers 101-95 á heimavellli sínum og tryggði sér þar með hið allt annað en eftirsótta fimmta sæti í Vesturdeildinni, þar sem ljóst er að liðið mun mæta sterku liði Dallas Mavericks. Clippers fær sjötta sætið, en því fylgir einvígi við lið Denver sem er í þriðja sæti Vesturdeildarinnar - en er í alla staði mun lakara lið en Dallas. Mikið hafði verið rætt um gallana í reglunum sem ráða uppröðun liða í úrslitakeppnina með tilkomu sjötta riðilsins í deildinni - því bæði Clippers og Memphis hefðu í raun hagnast á því að tapa leik kvöldsins. Ekki var uppstillingin til að þagga niður í þeim gagnrýnisröddum, því bæði lið hvíldu sína bestu menn. John Singleton skoraði 23 stig fyrir Clippers, en Jake Tsakalidis skoraði 18 stig og hirti 9 fráköst hjá Memphis. Að lokum vann Sacramento 9. sigur sinn í síðustu 11. leikjum þegar það skellti Seattle 111-105 á heimavelli sínum. Bonzi Wells skoraði 23 stig fyrir Sacramento og Kenny Thomas skoraði 17 stig og hirti 18 fráköst, en Ray Allen skoraði 26 stig fyrir Seattle og Luke Ridnour skoraði 14 stig og gaf 15 stoðsendingar. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn „Fáum fullt af svörum um helgina“ Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Sport Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Fleiri fréttir Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum „Fáum fullt af svörum um helgina“ Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Tindastóll vann Val í spennutrylli Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Sjá meira
Sjónvarpsleikurinn á NBA TV í gærkvöldi var hin besta skemmtun en þar bar Washingto sigurorð af Milwaukee á heimavelli sínum 116-103, þar sem Gilbert Arenas hjá Washington og Michael Redd skoruðu 43 stig hvor. Það voru þó heimamenn sem höfðu sigur og eru í góðri stöðu með að ná fimmta sætinu í úrslitakeppninni í Austurdeildinni. Atlanta lagði varalið Miami á heimavelli 103-100 með sigurkörfu Tyrone Lue á lokasekúndunum. Sigurinn var sá 26. hjá Atlanta í vetur og þó það sé auðvitað ekki stórkostlegur árangur - er það engu að síður tvöföldun á sigurleikjum liðsins í fyrravetur. Zaza Pachulia skoraði 18 stig fyrir Atlanta, en Dorell Wright skoraði 19 stig fyrir Miami sem hvílir þá Shaquille O´Neal og Dwayne Wade fyrir átökin í úrslitakeppninni. Memphis lagði LA Clippers 101-95 á heimavellli sínum og tryggði sér þar með hið allt annað en eftirsótta fimmta sæti í Vesturdeildinni, þar sem ljóst er að liðið mun mæta sterku liði Dallas Mavericks. Clippers fær sjötta sætið, en því fylgir einvígi við lið Denver sem er í þriðja sæti Vesturdeildarinnar - en er í alla staði mun lakara lið en Dallas. Mikið hafði verið rætt um gallana í reglunum sem ráða uppröðun liða í úrslitakeppnina með tilkomu sjötta riðilsins í deildinni - því bæði Clippers og Memphis hefðu í raun hagnast á því að tapa leik kvöldsins. Ekki var uppstillingin til að þagga niður í þeim gagnrýnisröddum, því bæði lið hvíldu sína bestu menn. John Singleton skoraði 23 stig fyrir Clippers, en Jake Tsakalidis skoraði 18 stig og hirti 9 fráköst hjá Memphis. Að lokum vann Sacramento 9. sigur sinn í síðustu 11. leikjum þegar það skellti Seattle 111-105 á heimavelli sínum. Bonzi Wells skoraði 23 stig fyrir Sacramento og Kenny Thomas skoraði 17 stig og hirti 18 fráköst, en Ray Allen skoraði 26 stig fyrir Seattle og Luke Ridnour skoraði 14 stig og gaf 15 stoðsendingar.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn „Fáum fullt af svörum um helgina“ Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Sport Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Fleiri fréttir Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum „Fáum fullt af svörum um helgina“ Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Tindastóll vann Val í spennutrylli Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Sjá meira