Bíti á jaxlinn, bölvi í hljóði og beiti oddinum fast 18. apríl 2006 22:45 MYND/Valgarður Guðni Ágústsson, varafomaður Framsóknarflokksins, segir skoðanakannanir sýna grafalvarlega stöðu flokksins, en nú síðast í kvöld sýndi skoðanakönnun á Akureyri að flokkurinn myndi tapa tveimur af þremur bæjarfulltrúum sínum þar ef kosið yrði nú. Hann hvetur framsóknarmenn til að bíta á jaxlinn, bölva í hljóði og beita oddinum fast næstu vikur. Skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, sem gerð var fyrir NFS, leiðir í ljós að ef gengið yrði til bæjarstjórnarkosninga á Akureyri nú væri meirihluti sjálfstæðismanna og framsóknarmanna fallinn. Fylgi síðarnefnda flokksins mælist 14,3 prósent á Akureyri en var 24,1 prósent í síðustu kosningum. Könnunin kemur í kjölfar tveggja kannanna á Akranesi og í Árborg sem sýna báðar að Framsóknarflokkurinn á undir högg að sækja víðar en í Reykjavík. Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segir stöðuna grafalvarlega en bendir þó á að á Akureyri hafi 32 prósent kjósenda ekki tekið afstöðu. Stundum hafi verið sagt að Framsóknarflokkurinn sé sofandi risi á milli kosninga og viku til tíu dögum fyrir kosningar fari framsóknarmenn að hugsa hvað þeir eigi að kjósa og þá komist þeir að þeirri niðurstöðu að Framsóknarflokkurinn í bænum eða landinu hafi staðið sig vel og kjósi hann. Guðni telur ekki að slakri málefnasstöðu flokksins í sveitarfélögunum sé um að kenna og segir flokkinn ekki eiga þá stöðu skilið sem upp sé komin. Það sé merkilegt að flokkurinn skuli mælast svona í skoðanakönnunum á meðan samstarfsflokkurinn sé jafnvel að bæta við sig. Aðspurður hvort þetta endurspegli hugsanlega vantraust á flokksforystuna segist Guðni ekkert ætla að fullyrða um það. Flokkurinn og forystan þurfi að fara yfir það hverjar séu skýringarnar. Spurður hvort ekki þurfi að hafa hraðar hendur þar sem stutt sé til kosninga segir Guðni að vika sé langur tími í pólitík. Hann hvetji framsóknarmenn nú til að taka á, bíta á jaxlinn, bölva í hljóði og beita oddinum fast. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Fleiri fréttir Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Sjá meira
Guðni Ágústsson, varafomaður Framsóknarflokksins, segir skoðanakannanir sýna grafalvarlega stöðu flokksins, en nú síðast í kvöld sýndi skoðanakönnun á Akureyri að flokkurinn myndi tapa tveimur af þremur bæjarfulltrúum sínum þar ef kosið yrði nú. Hann hvetur framsóknarmenn til að bíta á jaxlinn, bölva í hljóði og beita oddinum fast næstu vikur. Skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, sem gerð var fyrir NFS, leiðir í ljós að ef gengið yrði til bæjarstjórnarkosninga á Akureyri nú væri meirihluti sjálfstæðismanna og framsóknarmanna fallinn. Fylgi síðarnefnda flokksins mælist 14,3 prósent á Akureyri en var 24,1 prósent í síðustu kosningum. Könnunin kemur í kjölfar tveggja kannanna á Akranesi og í Árborg sem sýna báðar að Framsóknarflokkurinn á undir högg að sækja víðar en í Reykjavík. Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segir stöðuna grafalvarlega en bendir þó á að á Akureyri hafi 32 prósent kjósenda ekki tekið afstöðu. Stundum hafi verið sagt að Framsóknarflokkurinn sé sofandi risi á milli kosninga og viku til tíu dögum fyrir kosningar fari framsóknarmenn að hugsa hvað þeir eigi að kjósa og þá komist þeir að þeirri niðurstöðu að Framsóknarflokkurinn í bænum eða landinu hafi staðið sig vel og kjósi hann. Guðni telur ekki að slakri málefnasstöðu flokksins í sveitarfélögunum sé um að kenna og segir flokkinn ekki eiga þá stöðu skilið sem upp sé komin. Það sé merkilegt að flokkurinn skuli mælast svona í skoðanakönnunum á meðan samstarfsflokkurinn sé jafnvel að bæta við sig. Aðspurður hvort þetta endurspegli hugsanlega vantraust á flokksforystuna segist Guðni ekkert ætla að fullyrða um það. Flokkurinn og forystan þurfi að fara yfir það hverjar séu skýringarnar. Spurður hvort ekki þurfi að hafa hraðar hendur þar sem stutt sé til kosninga segir Guðni að vika sé langur tími í pólitík. Hann hvetji framsóknarmenn nú til að taka á, bíta á jaxlinn, bölva í hljóði og beita oddinum fast.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Fleiri fréttir Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Sjá meira