Meistararnir halda sínu striki 12. apríl 2006 05:52 Tony Parker skoraði 27 stig þrátt fyrir flensu, en leikur San Antonio og Seattle var sýndur í beinni útsendingu á NBA TV. Sent var út með sérstökum loftmyndavélum og engir þulir lýstu leiknum, heldur voru hljóðnemar í kring um völlinn látnir skila stemmingunni heim í stofu. Þetta var fyrsta útsendingin af þessu tagi frá íþróttaviðburði og skapaði myndatakan afar sérstaka stemmingu. NordicPhotos/GettyImages San Antonio Spurs lagði Seattle Supersonics 104-95 á heimavelli sínum í nótt og er í lykilstöðu með að ná efsta sætinu í Vesturdeildinni fyrir úrslitakeppnina. Á meðan Tim Duncan er enn að ná sér eftir flensu, var Tony Parker besti maður Spurs í nótt og skoraði 27 stig og átti 9 stoðsendingar þó hann segðist sjálfur vera búinn að smitast af þessari sömu flensu. Chicago laumaði sér upp að hlið Philadelphia í áttunda sætið í Austurdeildinni með gríðarlega mikilvægum sigri á heitu liði New Jersey Nets 104-101. Vince Carter skoraði 43 stig fyrir New Jersey, en Ben Gordon skoraði 36 stig fyrir Chicago og Andres Nocioni skoraði 20 stig og hirti 17 fráköst. Shaquille O´Neal náði annari þrennu sinni á ferlinum og þeirri fyrstu í yfir 10 ár þegar hann skoraði 15 stig, hirti 11 fráköst og gaf 10 stoðsendingar í 106-97 sigri Miami á Toronto. Annars var Antoine Walker stigahæstur í liði Miami með 32 stig og Dwayne Wade spilaði ekki með vegna flensu. Mike James skoraði 32 stig fyrir Toronto. Memphis vann auðveldan heimasigur á varaliði Minnesota 92-76. Pau Gasol skoraði 19 stig og hirti 10 fráköst fyrir Memphis, en Justin Reed skoraði 14 stig fyrir Minnesota. Phoenix vann ævintýralegan útisigur á Sacramento 123-110, eftir að hafa mest lent 17 stigum undir í leiknum. Raja Bell var stigahæstur í liði Phoenix með 25 stig, en þeir Brad Miller, Mike Bibby og Ron Artest skoruðu allir 23 stig fyrir Sacramento. Loks vann LA Lakers heillum horfið lið Golden State 111-100 á heimavelli sínum þar sem Kobe Bryant skoraði 30 af 31 stigi sínum í fyrri hálfleik fyrir Lakers og Lamar Odom náði þrennu með 15 stigum, 13 fráköstum og 10 stoðsendingum. Bryant spilaði ekkert í fjórða leikhluta þar sem úrslit leiksins voru ráðin. Jason Richardson skoraði 20 stig fyrir Golden State. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Fleiri fréttir Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Sjá meira
San Antonio Spurs lagði Seattle Supersonics 104-95 á heimavelli sínum í nótt og er í lykilstöðu með að ná efsta sætinu í Vesturdeildinni fyrir úrslitakeppnina. Á meðan Tim Duncan er enn að ná sér eftir flensu, var Tony Parker besti maður Spurs í nótt og skoraði 27 stig og átti 9 stoðsendingar þó hann segðist sjálfur vera búinn að smitast af þessari sömu flensu. Chicago laumaði sér upp að hlið Philadelphia í áttunda sætið í Austurdeildinni með gríðarlega mikilvægum sigri á heitu liði New Jersey Nets 104-101. Vince Carter skoraði 43 stig fyrir New Jersey, en Ben Gordon skoraði 36 stig fyrir Chicago og Andres Nocioni skoraði 20 stig og hirti 17 fráköst. Shaquille O´Neal náði annari þrennu sinni á ferlinum og þeirri fyrstu í yfir 10 ár þegar hann skoraði 15 stig, hirti 11 fráköst og gaf 10 stoðsendingar í 106-97 sigri Miami á Toronto. Annars var Antoine Walker stigahæstur í liði Miami með 32 stig og Dwayne Wade spilaði ekki með vegna flensu. Mike James skoraði 32 stig fyrir Toronto. Memphis vann auðveldan heimasigur á varaliði Minnesota 92-76. Pau Gasol skoraði 19 stig og hirti 10 fráköst fyrir Memphis, en Justin Reed skoraði 14 stig fyrir Minnesota. Phoenix vann ævintýralegan útisigur á Sacramento 123-110, eftir að hafa mest lent 17 stigum undir í leiknum. Raja Bell var stigahæstur í liði Phoenix með 25 stig, en þeir Brad Miller, Mike Bibby og Ron Artest skoruðu allir 23 stig fyrir Sacramento. Loks vann LA Lakers heillum horfið lið Golden State 111-100 á heimavelli sínum þar sem Kobe Bryant skoraði 30 af 31 stigi sínum í fyrri hálfleik fyrir Lakers og Lamar Odom náði þrennu með 15 stigum, 13 fráköstum og 10 stoðsendingum. Bryant spilaði ekkert í fjórða leikhluta þar sem úrslit leiksins voru ráðin. Jason Richardson skoraði 20 stig fyrir Golden State.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Fleiri fréttir Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Sjá meira