Kidd með áttundu þrennuna í sigri Nets 9. apríl 2006 22:17 Jason Kidd náði enn einni þrennunni í kvöld þegar New Jersey færði Milwaukee fjórða tap sitt í röð NordicPhotos/GettyImages Fimm leikjum er þegar lokið í NBA deildinni í kvöld. New Jersey Nets komst aftur á sigurbraut og lagði Milwaukee Bucks 95-83. Jason Kidd náði áttundu þrennu sinni í vetur og þeirri 75. á ferlinum þegar hann skoraði 11 stig, hirti 12 fráköst og gaf 10 stoðsendingar hjá Nets. Vince Carter var stigahæstur með 25 stig, en hjá Milwaukee skoraði TJ Ford mest, 19 stig. Leikur Seattle og Phoenix verður sýndur í beinni útsendingu á NBA TV klukkan eitt í nótt. Efsta lið deildarinnar Detroit valtaði yfir Indiana á heimavelli 98-73. Tayshaun Prince var stigahæstur í jöfnu liði Detroit og skoraði 17 stig og Ben Wallace hirti 22 fráköst, en Stephen Jackson skoraði 15 stig fyrir Indiana. Minnesota vann nauman heimasigur á Atlanta Hawks 84-83. Kevin Garnett og Ricky Davis voru ekki með hjá Minnesota og flestir eru á einu máli um að liðið sé viljandi að reyna að tapa sem flestum leikjum á lokasprettinum til að eiga betri möguleika í nýliðavalinu í sumar. Þetta var í fyrsta sinn í yfir 350 leiki sem Kevin Garnett er ekki í byrjunarliði Minnesota. Charlotte lagði Toronto 94-88 og reynir nú að forðast að vera með lélegastan árangur allra liða í deildinni. Brevin Knight skoraði 19 stig fyrir Charlotte, en Mike James skoraði 32 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Toronto. Loks vann New York nokkuð óvæntan útisigur á Boston Celtics 101-86, þar sem Jamal Crawford skoraði 31 stig og hirti 11 fráköst fyrir New York en Paul Pierce skoraði 19 stig, hirti 7 fráköst og gaf 6 stoðsendingar hjá Boston. Nokkrum leikjum er enn ólokið í deildinni, en eins og áður sagði verður leikur Seattle og Phoenix sýndur beint á NBA TV-rásinni á Digital Ísland klukkan eitt í nótt. Rétt er að hvetja alla sem hafa gaman af leiftrandi sóknarleik til að horfa á þann leik, því þetta eru tvö af sprækustu sóknarliðum deildarinnar og mikið má vera ef stigaskorið fer ekki yfir 120 stigin hjá báðum liðum. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ „Maður verður að telja það sterkt andlega“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Dagskráin í dag: Stúkan fer yfir umferðina Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Íslendingar hita upp í Katowice Sjá meira
Fimm leikjum er þegar lokið í NBA deildinni í kvöld. New Jersey Nets komst aftur á sigurbraut og lagði Milwaukee Bucks 95-83. Jason Kidd náði áttundu þrennu sinni í vetur og þeirri 75. á ferlinum þegar hann skoraði 11 stig, hirti 12 fráköst og gaf 10 stoðsendingar hjá Nets. Vince Carter var stigahæstur með 25 stig, en hjá Milwaukee skoraði TJ Ford mest, 19 stig. Leikur Seattle og Phoenix verður sýndur í beinni útsendingu á NBA TV klukkan eitt í nótt. Efsta lið deildarinnar Detroit valtaði yfir Indiana á heimavelli 98-73. Tayshaun Prince var stigahæstur í jöfnu liði Detroit og skoraði 17 stig og Ben Wallace hirti 22 fráköst, en Stephen Jackson skoraði 15 stig fyrir Indiana. Minnesota vann nauman heimasigur á Atlanta Hawks 84-83. Kevin Garnett og Ricky Davis voru ekki með hjá Minnesota og flestir eru á einu máli um að liðið sé viljandi að reyna að tapa sem flestum leikjum á lokasprettinum til að eiga betri möguleika í nýliðavalinu í sumar. Þetta var í fyrsta sinn í yfir 350 leiki sem Kevin Garnett er ekki í byrjunarliði Minnesota. Charlotte lagði Toronto 94-88 og reynir nú að forðast að vera með lélegastan árangur allra liða í deildinni. Brevin Knight skoraði 19 stig fyrir Charlotte, en Mike James skoraði 32 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Toronto. Loks vann New York nokkuð óvæntan útisigur á Boston Celtics 101-86, þar sem Jamal Crawford skoraði 31 stig og hirti 11 fráköst fyrir New York en Paul Pierce skoraði 19 stig, hirti 7 fráköst og gaf 6 stoðsendingar hjá Boston. Nokkrum leikjum er enn ólokið í deildinni, en eins og áður sagði verður leikur Seattle og Phoenix sýndur beint á NBA TV-rásinni á Digital Ísland klukkan eitt í nótt. Rétt er að hvetja alla sem hafa gaman af leiftrandi sóknarleik til að horfa á þann leik, því þetta eru tvö af sprækustu sóknarliðum deildarinnar og mikið má vera ef stigaskorið fer ekki yfir 120 stigin hjá báðum liðum.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ „Maður verður að telja það sterkt andlega“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Dagskráin í dag: Stúkan fer yfir umferðina Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Íslendingar hita upp í Katowice Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki