Enn sigrar New Jersey 7. apríl 2006 08:00 Richard Jefferson var sjóðandi heitur gegn Charlotte og skoraði 40 stig og hirti 11 fráköst. Hann hitti úr 13 af 19 skotum sínum utan af velli þrátt fyrir að vera í strangri gæslu NordicPhotos/GettyImages Lið New Jersey Nets vann í nótt sinn 14. sigur í röð í NBA deildinni þegar liðið skellti Charlotte Bobcats 113-102 á heimavelli sínum. Detroit Pistons lagði Miami á útivelli 95-82 og Carmelo Anthony tryggði Denver 110-108 sigur á LA Lakers með skoti á síðustu sekúndum framlengingar. Sigurganga New Jersey er sú lengsta í NBA deildinni á tímabilinu, en áður hafði Dallas unnið 13 leiki í röð. Richard Jefferson fór á kostum í liði New Jersey og skoraði 40 stig og hirti 11 fráköst og Jason Kidd náði 74. þrennu sinni á ferlinum með 13 stigum, 12 stoðsendingum og 10 fráköstum. Raymond Felton skoraði 20 stig fyrir Charlotte. Detroit er nú aðeins þremur leikjum frá því að slá félagsmetið í sigrum á tímabili, en liðið vann sinn 61. leik í vetur þegar það skellti Miami á útivelli. Tayshaun Prince og Rasheed Wallace skoruðu 20 stig hvor fyrir Detroit og Rip Hamilton skoraði 19 stig, en Dwayne Wade skoraði 29 stig fyrir Miami og Shaquille O´Neal var með 28 stig. Enginn annar leikmaður Miami skoraði meira en 6 stig í leiknum, en þeir James Posey, Jason Williams og Alonzo Mourning gátu ekki spilað vegna meiðsla. Detroit vann þrjá af fjórum leikjum liðanna í vetur. Denver vann góðan sigur á LA Lakers í framlengdum leik í Denver sem sýndur var í beinni útsendingu á NBA TV. Leikurinn var gríðarlega sveiflukenndur, en það var að lokum Carmelo Anthony sem reið baggamuninn fyrir heimamenn og skoraði fimmtu sigurkörfu sína fyrir liðið í vetur. Anthony var stigahæstur í liði Denver með 33 stig, en Kobe Bryant skoraði að venju mest hjá LA Lakers eða 42 stig. Hann kom liði sínu í framlengingu með því að skora fjögur stig í einni sókn, en náði ekki að koma sér í skotfæri undir lok framlengingar þar sem skot Luke Walton var víðsfjarri körfunni. Þetta var í 24. sinn sem Bryant skorar yfir 40 stig fyrir Lakers í vetur og þar með sló hann met Elgin Baylor. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Íslenski boltinn EM í dag: Fimm mínútna martröð Körfubolti „Þessi sigur nærir meira en margir aðrir“ Sport Real Madrid áfram á sigurbraut Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Fleiri fréttir Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland „Þessi sigur nærir meira en margir aðrir“ EM í dag: Fimm mínútna martröð Real Madrid áfram á sigurbraut Valur meistari meistaranna Doncic og félagar í brasi Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Skýrsla Vals: Illt í sálinni Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Ísak skoraði en var á bekknum þegar liðið missti frá sér sigurinn Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Langþráður leikur Bryndísar Örnu Sjá meira
Lið New Jersey Nets vann í nótt sinn 14. sigur í röð í NBA deildinni þegar liðið skellti Charlotte Bobcats 113-102 á heimavelli sínum. Detroit Pistons lagði Miami á útivelli 95-82 og Carmelo Anthony tryggði Denver 110-108 sigur á LA Lakers með skoti á síðustu sekúndum framlengingar. Sigurganga New Jersey er sú lengsta í NBA deildinni á tímabilinu, en áður hafði Dallas unnið 13 leiki í röð. Richard Jefferson fór á kostum í liði New Jersey og skoraði 40 stig og hirti 11 fráköst og Jason Kidd náði 74. þrennu sinni á ferlinum með 13 stigum, 12 stoðsendingum og 10 fráköstum. Raymond Felton skoraði 20 stig fyrir Charlotte. Detroit er nú aðeins þremur leikjum frá því að slá félagsmetið í sigrum á tímabili, en liðið vann sinn 61. leik í vetur þegar það skellti Miami á útivelli. Tayshaun Prince og Rasheed Wallace skoruðu 20 stig hvor fyrir Detroit og Rip Hamilton skoraði 19 stig, en Dwayne Wade skoraði 29 stig fyrir Miami og Shaquille O´Neal var með 28 stig. Enginn annar leikmaður Miami skoraði meira en 6 stig í leiknum, en þeir James Posey, Jason Williams og Alonzo Mourning gátu ekki spilað vegna meiðsla. Detroit vann þrjá af fjórum leikjum liðanna í vetur. Denver vann góðan sigur á LA Lakers í framlengdum leik í Denver sem sýndur var í beinni útsendingu á NBA TV. Leikurinn var gríðarlega sveiflukenndur, en það var að lokum Carmelo Anthony sem reið baggamuninn fyrir heimamenn og skoraði fimmtu sigurkörfu sína fyrir liðið í vetur. Anthony var stigahæstur í liði Denver með 33 stig, en Kobe Bryant skoraði að venju mest hjá LA Lakers eða 42 stig. Hann kom liði sínu í framlengingu með því að skora fjögur stig í einni sókn, en náði ekki að koma sér í skotfæri undir lok framlengingar þar sem skot Luke Walton var víðsfjarri körfunni. Þetta var í 24. sinn sem Bryant skorar yfir 40 stig fyrir Lakers í vetur og þar með sló hann met Elgin Baylor.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Íslenski boltinn EM í dag: Fimm mínútna martröð Körfubolti „Þessi sigur nærir meira en margir aðrir“ Sport Real Madrid áfram á sigurbraut Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Fleiri fréttir Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland „Þessi sigur nærir meira en margir aðrir“ EM í dag: Fimm mínútna martröð Real Madrid áfram á sigurbraut Valur meistari meistaranna Doncic og félagar í brasi Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Skýrsla Vals: Illt í sálinni Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Ísak skoraði en var á bekknum þegar liðið missti frá sér sigurinn Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Langþráður leikur Bryndísar Örnu Sjá meira