Lærisveinar Steve Bruce í Birmingham unnu gríðarlega mikilvægan sigur í fallbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þegar liðið skellti Bolton á heimavelli sínum 1-0 með marki frá Jiri Jarosik. Sigurinn þýðir að Birmingham hefur lyft sér af fallsvæðinu og því er ljóst að Bruce getur andað léttar í nokkra daga. Tapið er Bolton á hinn bóginn mjög dýrt í baráttunni um sæti í Evrópukeppninni á næstu leiktíð.
Birmingham er komið í 17. sæti úrvalsdeildarinnar eftir sigurinn og hefur hlotið 28 stig, einu meira en West Brom og Portsmouth. Sunderland er sem fyrr í neðsta sætinu með 11 stig og er sama og fallið í 1. deild.