Tólf í röð hjá New Jersey 3. apríl 2006 14:27 Vince Carter skoraði 43 stig fyrir New Jersey þegar liðið vann sinn 12. leik í röð í nótt NordicPhotos/GettyImages Lið New Jersey Nets hefur heldur betur verið á sigurgöngu í NBA deildinni að undanförnu og í nótt skellti liðið Miami og vann sinn 12. leik í röð. Vince Carter fór á kostum í liði New Jersey og skoraði 43 stig, en Dwayne Wade skoraði 32 stig fyrir Miami. Detroit lagði Phoenix 109-102 eftir að hafa lent mest 17 stigum undir í leiknum. Chauncey Billups skoraði 35 stig fyrir Detroit, en Shawn Marion 32 stig og hirti 10 fráköst fyrir Phoenix. Dallas hristi af sér slenið eftir þrjú töp í röð og skellti Denver 103-79. Dirk Nowitzki skoraði 30 stig og hirti 12 fráköst fyrir Dallas, en Carmelo Anthony skoraði 25 stig fyrir Denver. Kobe Bryant skoraði 43 stig fyrir LA Lakers í 104-88 sigri á Houston. Yao Ming skoraði 33 stig og 16 fráköst fyrir Houston. Minnesota lagði Golden State í framlengingu 106-104. Jason Richardson skoraði 33 stig fyrir Golden State, en Marcus Banks skoraði 24 stig fyrir Minnesota. Memphis stöðvaði þriggja leikja taphrinu með sigri á Atlanta 98-87. Chucky Atkins skoraði 19 stig fyrir Memphis, en Josh Smith skoraði 26 stig fyrir Atlanta. Philadelphia vann New York í annað sinn um helgina 114-95. Allen Iverson skoraði 32 stig fyrir Philadelphia en Jamal Crawford skoraði 23 stig fyrir New York. Cleveland vann áttunda leik sinn í röð þegar liði skellti Charlotte á útivelli 101-97. LeBron James átti enn einn tröllaleikinn með 35 stigum, 12 fráköstum og 8 stoðsendingum, en Raymond Felton var bestur hjá Charlotte með 20 stig. Nýliðinn Chris Paul náði fyrstu þrennu sinni á ferlinum þegar New Orleans lagði Toronto 120-113 í tvíframlengdum leik. Paul skoraði 24 stig, hirti 12 fráköst og gaf 12 stoðsendingar. En Mo Peterson skoraði 27 stig fyrir Toronto. Sacramento hélt uppteknum hætti gegn LA Clippers á heimavelli sínum og sigraði 106-96, en Clippers hefur ekki unnið í Sacramento í níu ár. Ron Artest skoraði 26 stig fyrir Sacramento, en þeir Sam Cassell og Chris Kaman skoruðu 20 stig hvor fyrir Clippers. Loks burstaði Seattle heillum horfið lið Portland 122-83. Ray Allen skoraði 24 stig fyrir Seattle, en Martell Webster og Sebastian Telfair skoruðu 14 stig hvor fyrir Portland sem tapaði sínum 11. leik í röð. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stúkan fer yfir umferðina Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ „Maður verður að telja það sterkt andlega“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Dagskráin í dag: Stúkan fer yfir umferðina Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Sjá meira
Lið New Jersey Nets hefur heldur betur verið á sigurgöngu í NBA deildinni að undanförnu og í nótt skellti liðið Miami og vann sinn 12. leik í röð. Vince Carter fór á kostum í liði New Jersey og skoraði 43 stig, en Dwayne Wade skoraði 32 stig fyrir Miami. Detroit lagði Phoenix 109-102 eftir að hafa lent mest 17 stigum undir í leiknum. Chauncey Billups skoraði 35 stig fyrir Detroit, en Shawn Marion 32 stig og hirti 10 fráköst fyrir Phoenix. Dallas hristi af sér slenið eftir þrjú töp í röð og skellti Denver 103-79. Dirk Nowitzki skoraði 30 stig og hirti 12 fráköst fyrir Dallas, en Carmelo Anthony skoraði 25 stig fyrir Denver. Kobe Bryant skoraði 43 stig fyrir LA Lakers í 104-88 sigri á Houston. Yao Ming skoraði 33 stig og 16 fráköst fyrir Houston. Minnesota lagði Golden State í framlengingu 106-104. Jason Richardson skoraði 33 stig fyrir Golden State, en Marcus Banks skoraði 24 stig fyrir Minnesota. Memphis stöðvaði þriggja leikja taphrinu með sigri á Atlanta 98-87. Chucky Atkins skoraði 19 stig fyrir Memphis, en Josh Smith skoraði 26 stig fyrir Atlanta. Philadelphia vann New York í annað sinn um helgina 114-95. Allen Iverson skoraði 32 stig fyrir Philadelphia en Jamal Crawford skoraði 23 stig fyrir New York. Cleveland vann áttunda leik sinn í röð þegar liði skellti Charlotte á útivelli 101-97. LeBron James átti enn einn tröllaleikinn með 35 stigum, 12 fráköstum og 8 stoðsendingum, en Raymond Felton var bestur hjá Charlotte með 20 stig. Nýliðinn Chris Paul náði fyrstu þrennu sinni á ferlinum þegar New Orleans lagði Toronto 120-113 í tvíframlengdum leik. Paul skoraði 24 stig, hirti 12 fráköst og gaf 12 stoðsendingar. En Mo Peterson skoraði 27 stig fyrir Toronto. Sacramento hélt uppteknum hætti gegn LA Clippers á heimavelli sínum og sigraði 106-96, en Clippers hefur ekki unnið í Sacramento í níu ár. Ron Artest skoraði 26 stig fyrir Sacramento, en þeir Sam Cassell og Chris Kaman skoruðu 20 stig hvor fyrir Clippers. Loks burstaði Seattle heillum horfið lið Portland 122-83. Ray Allen skoraði 24 stig fyrir Seattle, en Martell Webster og Sebastian Telfair skoruðu 14 stig hvor fyrir Portland sem tapaði sínum 11. leik í röð.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stúkan fer yfir umferðina Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ „Maður verður að telja það sterkt andlega“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Dagskráin í dag: Stúkan fer yfir umferðina Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki