Standard & Poor's veitir Glitni A- í lánshæfismat 28. mars 2006 10:58 Standard & Poor's lánshæfismatsfyrirtækið tilkynnti í dag um lánshæfismat Glitnis. Langtímaskuldbindingar eru metnar A- og skammtímaskuldbindingar A-2. Horfur í mati Standard & Poor's eru stöðugar. Glitnir er fyrstur íslenskra banka til að fá lánshæfismat hjá S&P. Samkvæmt S&P endurspeglar matið sterka stöðu Glitnis á innanlandsmarkaði og bætta dreifingu í eignasafni bankans með vaxandi starfsemi bankans í Noregi. Einnig er minnst á þann góða hagnað sem hefur verið í rekstri bankans á liðnum árum og almenn gæði eignasafnsins. S&P segir þá þætti sem vegi neikvætt við ákvörðun um lánshæfisflokk vera að bankinn hafi nokkra tiltölulega stóra lántakendur, hraðan vöxt eigna samhliða stefnumörkun sem mögulega eykur áhættu og það hvað heildsölumarkaður vegur þungt í fjármögnun bankans í erlendum myntum. „Við erum ánægðir með þetta lánshæfismat og þá staðreynd að við erum nú komin í „A flokk" hjá þremur stóru lánshæfisfyrirtækjunum. Gæði eignasafnsins og traust áhættustýring sýna vel styrk bankans og endurspeglast í þessu mati. Kaupin á BNbank í Noregi hafa enn bætt eignasafnið eins og S&P bendir á. Við trúum því að við getum haldið áfram að vaxa og auka hagnað Glitnis í samræmi við stefnumörkun bankans og þetta mat styður það." Segir Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis. Tómas Kristjánsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Glittnis, segir í fréttatilkyningu: „Lánshæfismatið er í samræmi við okkar væntingar, með hliðsjón af annars vegar lánshæfismati íslenska ríkisins og hins vegar annarra norrænna banka. Glitnir fær mat sem er einu þrepi neðan við norræna banka á borð við SEB og Swedbank. Það er sami munur og er milli Glitnis og norrænu bankanna hjá hinum lánshæfismatsfyrirtækjunum. S&P bendir á að fjárstýring Glitnis sé góð, en vekur athygli á því hve bankinn reiðir sig á erlenda lánsfjármögnun á mörkuðum. Á það hefur áður verið bent af öðrum lánshæfismatsfyrirtækjum. Til að mæta þessu hefur bankinn lágmarkað áhættuna með því að breikka markvisst hóp skuldabréfafjárfesta og lánveitenda." Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Sjá meira
Standard & Poor's lánshæfismatsfyrirtækið tilkynnti í dag um lánshæfismat Glitnis. Langtímaskuldbindingar eru metnar A- og skammtímaskuldbindingar A-2. Horfur í mati Standard & Poor's eru stöðugar. Glitnir er fyrstur íslenskra banka til að fá lánshæfismat hjá S&P. Samkvæmt S&P endurspeglar matið sterka stöðu Glitnis á innanlandsmarkaði og bætta dreifingu í eignasafni bankans með vaxandi starfsemi bankans í Noregi. Einnig er minnst á þann góða hagnað sem hefur verið í rekstri bankans á liðnum árum og almenn gæði eignasafnsins. S&P segir þá þætti sem vegi neikvætt við ákvörðun um lánshæfisflokk vera að bankinn hafi nokkra tiltölulega stóra lántakendur, hraðan vöxt eigna samhliða stefnumörkun sem mögulega eykur áhættu og það hvað heildsölumarkaður vegur þungt í fjármögnun bankans í erlendum myntum. „Við erum ánægðir með þetta lánshæfismat og þá staðreynd að við erum nú komin í „A flokk" hjá þremur stóru lánshæfisfyrirtækjunum. Gæði eignasafnsins og traust áhættustýring sýna vel styrk bankans og endurspeglast í þessu mati. Kaupin á BNbank í Noregi hafa enn bætt eignasafnið eins og S&P bendir á. Við trúum því að við getum haldið áfram að vaxa og auka hagnað Glitnis í samræmi við stefnumörkun bankans og þetta mat styður það." Segir Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis. Tómas Kristjánsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Glittnis, segir í fréttatilkyningu: „Lánshæfismatið er í samræmi við okkar væntingar, með hliðsjón af annars vegar lánshæfismati íslenska ríkisins og hins vegar annarra norrænna banka. Glitnir fær mat sem er einu þrepi neðan við norræna banka á borð við SEB og Swedbank. Það er sami munur og er milli Glitnis og norrænu bankanna hjá hinum lánshæfismatsfyrirtækjunum. S&P bendir á að fjárstýring Glitnis sé góð, en vekur athygli á því hve bankinn reiðir sig á erlenda lánsfjármögnun á mörkuðum. Á það hefur áður verið bent af öðrum lánshæfismatsfyrirtækjum. Til að mæta þessu hefur bankinn lágmarkað áhættuna með því að breikka markvisst hóp skuldabréfafjárfesta og lánveitenda."
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Sjá meira