Eimskip kaupir helming í Innovate Holdings 27. mars 2006 14:10 MYND/Vilhelm Eimskip hefur fest kaup á helmingshlut í breska landflutningafyrirtækinu Innovate Holdings. Forstjóri Eimskips sér mikil tækifæri til frekari sóknar á sviði hitastýrðra flutninga með kaupunum og horfir meðal annars til viðskipta við félög eins og Bakkavör og Icelandic Group í Bretlandi, en þau félög eru einnig í eigu Íslendinga. Vöxtur Innovate hefur verið mikill undanfarin misseri og fyrirækið er eitt það stærsta í Bretlandi á sviði hitastýrðra flutninga. Hjá félaginu starfa um 1400 manns, það rekur 25 vörugeymslur á 11 stöðum á Bretlandseyjum og er með 635 flutningabíla og tengivagna í rekstri. Þá er geymslugeta félagsins 370 þúsund tonn sem er um fimmtíu sinnum miera geymslugeta Eimskips á Íslandi. Með kaupunum eykst velta Eimskips úr 30 milljörðum króna í um 45 milljarða eða um helming. Baldur Guðnason, forstjóri Eimskips, segir að sú þekking sem sé innan Innovate verði notuð til frekari sóknar inn á markaði í Evrópu, en fyrr á árinu keypti Eimskip hollenskt fyrirtæki í sama geira. Með þessu verði Eimskip einn af stærstu rekstraraðilum í frystigeymslu og dreifingarþjónustu í Evrópu. Samhliða þessu sé Eimskip með 15 frystiskip í rekstri. Félagið sé því með vélbúnaðinn - frysti- og kæligeymslur, bíla og skip - og félagið telji sig einnig vera með hugbúnaðinn sem sé í mannauðinum. Íslendingar hafa látið mikið að sér kveða á Bretlandi síðustu misseri, þar á meðal í matvælageiranum. Baldur sér tækifæri fyrir Eimskip í því með kaupunum á Innovate. Hann segir að menn horfi á Icelandic Group, sem sé annað stærsta félagið í dreifingu á sjávarafurðum í Bretlandi, sem áhugaverðan viðskiptavin. Sama megi segja um Bakkavör og hann sjái tækifæri til að þróa saman þjónustu með þessum félögum. Með kaupunum á Innovate hafi Eimskip burði til að nálgast þessa aðila. Stjórnendur Innovate munu áfram starfa að félaginu en reiknað er með að Eimskip eignist allt félagið eftir tvö til þrjú ár. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eiga heima í veröldinni Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Innlent Fleiri fréttir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eiga heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Sjá meira
Eimskip hefur fest kaup á helmingshlut í breska landflutningafyrirtækinu Innovate Holdings. Forstjóri Eimskips sér mikil tækifæri til frekari sóknar á sviði hitastýrðra flutninga með kaupunum og horfir meðal annars til viðskipta við félög eins og Bakkavör og Icelandic Group í Bretlandi, en þau félög eru einnig í eigu Íslendinga. Vöxtur Innovate hefur verið mikill undanfarin misseri og fyrirækið er eitt það stærsta í Bretlandi á sviði hitastýrðra flutninga. Hjá félaginu starfa um 1400 manns, það rekur 25 vörugeymslur á 11 stöðum á Bretlandseyjum og er með 635 flutningabíla og tengivagna í rekstri. Þá er geymslugeta félagsins 370 þúsund tonn sem er um fimmtíu sinnum miera geymslugeta Eimskips á Íslandi. Með kaupunum eykst velta Eimskips úr 30 milljörðum króna í um 45 milljarða eða um helming. Baldur Guðnason, forstjóri Eimskips, segir að sú þekking sem sé innan Innovate verði notuð til frekari sóknar inn á markaði í Evrópu, en fyrr á árinu keypti Eimskip hollenskt fyrirtæki í sama geira. Með þessu verði Eimskip einn af stærstu rekstraraðilum í frystigeymslu og dreifingarþjónustu í Evrópu. Samhliða þessu sé Eimskip með 15 frystiskip í rekstri. Félagið sé því með vélbúnaðinn - frysti- og kæligeymslur, bíla og skip - og félagið telji sig einnig vera með hugbúnaðinn sem sé í mannauðinum. Íslendingar hafa látið mikið að sér kveða á Bretlandi síðustu misseri, þar á meðal í matvælageiranum. Baldur sér tækifæri fyrir Eimskip í því með kaupunum á Innovate. Hann segir að menn horfi á Icelandic Group, sem sé annað stærsta félagið í dreifingu á sjávarafurðum í Bretlandi, sem áhugaverðan viðskiptavin. Sama megi segja um Bakkavör og hann sjái tækifæri til að þróa saman þjónustu með þessum félögum. Með kaupunum á Innovate hafi Eimskip burði til að nálgast þessa aðila. Stjórnendur Innovate munu áfram starfa að félaginu en reiknað er með að Eimskip eignist allt félagið eftir tvö til þrjú ár.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eiga heima í veröldinni Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Innlent Fleiri fréttir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eiga heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Sjá meira