Innlent

Ófært á Norðurlandi

Veðurstofan tilkynninr að greiðfært sé um Suður- og Vesturland en éljagangur er á Holtavörðuheiði. Á Vestfjörðum er búið að moka Hrafnseyrarheiði, Dynjandisheiði, Klettsháls og Steingrímsfjarðarheiði en þar er hálkublettir og skafrenningur. Hálkublettir og éljagangur er í Ísafjarðardjúpi. Á Norðurlandi er ófært og skafrenningur á Þverárfjalli. Hálka, ófært er á Lágheiði, hálkublettir og skafrenningur er víða á vegum. Á Austurlandi er hálka, hálkublettir og snjóþekja. Ófært er á Hellisheiði eystri og Öxi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×