Stytta af Karl Malone afhjúpuð í Salt Lake City 24. mars 2006 13:01 Malone hélt ræðu fyrir utan Delta Center í gær, þar sem hann spilaði lengst af á ferlinum. Í baksýn má sjá hluta af styttunni. NordicPhotos/GettyImages Sérstök athöfn var haldin fyrir leik Utah Jazz og Washington Wizards í nótt til að heiðra Karl Malone sem lék með liði Utah í 18 af þeim 19 árum sem hann spilaði í NBA deildinni á ferlinum. Treyja Malone var hengd upp í rjáfur í Delta Center og stytta úr bronsi afhjúpuð af honum fyrir utan höllina, við hlið styttunnar sem fyrir skömmu var afhjúpuð af félaga hans John Stockton. Karl Malone er annar stigahæsti leikmaður NBA deildarinnar frá upphafi á eftir Kareem Abdul-Jabbar, en hann og John Stockton mynduðu líklega skæðasta tvíeyki í sögu NBA. Þeir hafa nú báðir fengið afhjúpaðar bronsstyttur af sér fyrir utan höllina, fengið götur nefndar eftir sér og einnig hafa treyjur þeirra verið hengdar upp hlið við hlið í rjáfri Delta Center þar sem þeir léku saman í 18 ár. Stockton og Malone stilltu sér upp í myndatöku í gær með litlar eftirlíkingar af bronsstyttunum sem nú standa af þeim félögum fyrir utan Delta Center í Salt Lake CityNordicPhotos/GettyImages Saman fleyttu þeir liði Utah Jazz tvisvar sinnum alla leið í úrslit NBA, en töpuðu í bæði skiptin fyrir Michael Jordan og félögum í Chicago Bulls. Malone var valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar árið 1997 og aftur árið 1999. "Hann bar þetta félag á herðum sér lengur en nokkur gerir sér grein fyrir og gerði það alltaf með mikilli reisn. Ég var bara heppinn að spila við hliðina á besta kraftframherja allra tíma í 18 ár," sagði John Stockton um félaga sinn. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stúkan fer yfir umferðina Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ „Maður verður að telja það sterkt andlega“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Dagskráin í dag: Stúkan fer yfir umferðina Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Sjá meira
Sérstök athöfn var haldin fyrir leik Utah Jazz og Washington Wizards í nótt til að heiðra Karl Malone sem lék með liði Utah í 18 af þeim 19 árum sem hann spilaði í NBA deildinni á ferlinum. Treyja Malone var hengd upp í rjáfur í Delta Center og stytta úr bronsi afhjúpuð af honum fyrir utan höllina, við hlið styttunnar sem fyrir skömmu var afhjúpuð af félaga hans John Stockton. Karl Malone er annar stigahæsti leikmaður NBA deildarinnar frá upphafi á eftir Kareem Abdul-Jabbar, en hann og John Stockton mynduðu líklega skæðasta tvíeyki í sögu NBA. Þeir hafa nú báðir fengið afhjúpaðar bronsstyttur af sér fyrir utan höllina, fengið götur nefndar eftir sér og einnig hafa treyjur þeirra verið hengdar upp hlið við hlið í rjáfri Delta Center þar sem þeir léku saman í 18 ár. Stockton og Malone stilltu sér upp í myndatöku í gær með litlar eftirlíkingar af bronsstyttunum sem nú standa af þeim félögum fyrir utan Delta Center í Salt Lake CityNordicPhotos/GettyImages Saman fleyttu þeir liði Utah Jazz tvisvar sinnum alla leið í úrslit NBA, en töpuðu í bæði skiptin fyrir Michael Jordan og félögum í Chicago Bulls. Malone var valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar árið 1997 og aftur árið 1999. "Hann bar þetta félag á herðum sér lengur en nokkur gerir sér grein fyrir og gerði það alltaf með mikilli reisn. Ég var bara heppinn að spila við hliðina á besta kraftframherja allra tíma í 18 ár," sagði John Stockton um félaga sinn.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stúkan fer yfir umferðina Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ „Maður verður að telja það sterkt andlega“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Dagskráin í dag: Stúkan fer yfir umferðina Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki