Stoudemire sneri aftur 24. mars 2006 12:14 Amare Stoudemire hefur verið sárt saknað í Phoenix í allan vetur og ljóst að liðið verður ekki árennilegt þegar hann kemst í toppform á ný NordicPhotos/GettyImages Framherjinn Amare Stoudemire sneri aftur til leiks með liði Phoenix Suns í nótt þegar það burstaði Portland 125-108. Stoudemire náði sér vel á strik í fyrsta leik sínum í langan tíma, skoraði 20 stig og hirti 9 fráköst og á eflaust eftir að styrkja lið sitt gríðarlega á lokasprettinum í vor. Viktor Khryapa skoraði 22 stig og hirti 12 fráköst fyrir Portland. Golden State vann ævintýralegan sigur á Dallas á útivelli í frábærum leik 122-121, þar sem Jason Richardson skoraði sigurkörfu Golden State með þriggja stiga skoti á hlaupum um leið og leiktíminn rann út. Richardson skoraði 40 stig í leiknum, en Dirk Nowitzki bætti reyndar um betur og skoraði 51 stig fyrir Dallas. Elsti leikmaður deildarinnar, Clifford Robinson, skoraði sigurkörfu New Jersey Nets í 86-82 sigri á Minnesota en þetta var sjöundi sigurleikur New Jersey í röð. Richard Jefferson og Vince Carter skoruðu 21 stig fyrir New Jersey, en Kevin Garnett skoraði 24 stig og hirti 11 fráköst fyrir Minnesota. Houston vann nauman útisigur á New Orleans 93-92. Rafer Alston og Yao Ming skoruðu 22 stig fyrir Houston en David West skoraði 14 stig og hirti 11 fráköst fyrir New Orleans, sem með þessu áframhaldi missir af sæti í úrslitakeppninni. Memphis vann mikilvægan sigur á keppinautum sínum LA Clippers 95-85 á heimavelli og færðist með sigrinum hálfum leik fram úr Clippers í stöðutöflunni. Eddie Jones skoraði 23 stig fyrir Memphis en Elton Brand skoraði 25 stig og hirti 11 fráköst fyrir Clippers. Loks vann Washington góðan útisigur á Utah 109-97, þar sem liðið setti félagsmet með 16 þriggja stiga körfum. Gilbert Arenas skoraði 31 stig fyrir Washington og Antawn Jamison og Caron Butler skoruðu 27 stig hvor. Carlos Boozer skoraði 30 stig og hirti 9 fráköst fyrir Utah. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn „Fáum fullt af svörum um helgina“ Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Sport Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Fleiri fréttir Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum „Fáum fullt af svörum um helgina“ Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Tindastóll vann Val í spennutrylli Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Sjá meira
Framherjinn Amare Stoudemire sneri aftur til leiks með liði Phoenix Suns í nótt þegar það burstaði Portland 125-108. Stoudemire náði sér vel á strik í fyrsta leik sínum í langan tíma, skoraði 20 stig og hirti 9 fráköst og á eflaust eftir að styrkja lið sitt gríðarlega á lokasprettinum í vor. Viktor Khryapa skoraði 22 stig og hirti 12 fráköst fyrir Portland. Golden State vann ævintýralegan sigur á Dallas á útivelli í frábærum leik 122-121, þar sem Jason Richardson skoraði sigurkörfu Golden State með þriggja stiga skoti á hlaupum um leið og leiktíminn rann út. Richardson skoraði 40 stig í leiknum, en Dirk Nowitzki bætti reyndar um betur og skoraði 51 stig fyrir Dallas. Elsti leikmaður deildarinnar, Clifford Robinson, skoraði sigurkörfu New Jersey Nets í 86-82 sigri á Minnesota en þetta var sjöundi sigurleikur New Jersey í röð. Richard Jefferson og Vince Carter skoruðu 21 stig fyrir New Jersey, en Kevin Garnett skoraði 24 stig og hirti 11 fráköst fyrir Minnesota. Houston vann nauman útisigur á New Orleans 93-92. Rafer Alston og Yao Ming skoruðu 22 stig fyrir Houston en David West skoraði 14 stig og hirti 11 fráköst fyrir New Orleans, sem með þessu áframhaldi missir af sæti í úrslitakeppninni. Memphis vann mikilvægan sigur á keppinautum sínum LA Clippers 95-85 á heimavelli og færðist með sigrinum hálfum leik fram úr Clippers í stöðutöflunni. Eddie Jones skoraði 23 stig fyrir Memphis en Elton Brand skoraði 25 stig og hirti 11 fráköst fyrir Clippers. Loks vann Washington góðan útisigur á Utah 109-97, þar sem liðið setti félagsmet með 16 þriggja stiga körfum. Gilbert Arenas skoraði 31 stig fyrir Washington og Antawn Jamison og Caron Butler skoruðu 27 stig hvor. Carlos Boozer skoraði 30 stig og hirti 9 fráköst fyrir Utah.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn „Fáum fullt af svörum um helgina“ Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Sport Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Fleiri fréttir Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum „Fáum fullt af svörum um helgina“ Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Tindastóll vann Val í spennutrylli Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Sjá meira