Guðrún Gunnarsdóttir og Friðrik Ómar flytja lög af einni söluhæstu plötu síðastliðins árs ásamt 9 manna stórhljómsveit undir stjórn og í útsetningum Ólafs Gauks. Einnig flytja þau perlur Ellýjar og Vilhjálms.
Haldnir verða tvennir tónleikar sem hefjast klukkan 20:00 fimmtudaginn 16. mars og föstudaginn 17. mars.
Miðasalan fer fram á salurinn.is og í síma 5 700 400