Segir Morgunblaðið spinna pólitískan lopa á kostnað framsóknarmanna 15. mars 2006 11:43 MYND/Anton Brink Morgunblaðið er farið að spinna pólitískan lopa til að reyna að koma að fulltrúa frjálslyndra í borgarstjórn á kostnað framsóknarmanna og tryggja þannig sjálfstæðismönnum öll völd í málefnum Reykvíkinga. Þetta segir Björn Ingi Hrafnsson, oddviti framsóknarmanna fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor, á heimasíðu sinni. Björn Ingi gerir Staksteina Morgunblaðsins síðastliðinn sunnudag að umtalsefni í á heimasíðu sinni í gær. Hann segir að af Staksteinunum megi ráða að meiri svartsýni ríki en áður um að Sjálfstæðisflokkurinn fái hreinan meirihluta kosningunum í borginni í vor og því hafi höfundur Staksteina gripið til „áætlunar F" til að reyna að tryggja sjálfstæðismönnum völdin. Björn Ingi, sem er fyrrverandi blaðamaður á Morgunblaðinu, segir að í umræddum Staksteinum sé frambjóðanda frjálslyndra í þriðja sæti sérstaklega hampað og kenningin sé sú að hann njóti slíkrar almannahylli að það nægi til að tryggja F-listanum sæti í borgarstjórn á kostnað framsóknarmanna. „Af hverju skyldu spunameistarar sjálfstæðismanna vera áhugasamir um að koma slíkri kenningu á flot?" spyr Björn Ingi og svarar: „Augljóslega af því að þeir sjá í hendi sér að nái Frjálslyndir inn manni færist sjálfstæðismenn nær alræðisvaldi í málefnum borgarinnar. Telja þeir það einu von sjálfstæðismanna um hreinan meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur?" spyr hann svo aftur. Björn Ingi minnir á að frjálslyndir séu klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum og að sagan segi mönnum að slík framboð leiti fyrr eða síðar aftur til uppruna síns. Því sé ekki að undra að gamalreynda stjórnmálaskýrendur í Kringlunni dreymi um að sjálfstæðismenn fái sjö borgarfulltrúa í kosningunum í vor og Frjálslyndir einn. Þannig nái þeir meirihluta, svona bakdyra megin, eins og Björn Ingi orðar það. Menn skuli þó spyrja að leikslokum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira
Morgunblaðið er farið að spinna pólitískan lopa til að reyna að koma að fulltrúa frjálslyndra í borgarstjórn á kostnað framsóknarmanna og tryggja þannig sjálfstæðismönnum öll völd í málefnum Reykvíkinga. Þetta segir Björn Ingi Hrafnsson, oddviti framsóknarmanna fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor, á heimasíðu sinni. Björn Ingi gerir Staksteina Morgunblaðsins síðastliðinn sunnudag að umtalsefni í á heimasíðu sinni í gær. Hann segir að af Staksteinunum megi ráða að meiri svartsýni ríki en áður um að Sjálfstæðisflokkurinn fái hreinan meirihluta kosningunum í borginni í vor og því hafi höfundur Staksteina gripið til „áætlunar F" til að reyna að tryggja sjálfstæðismönnum völdin. Björn Ingi, sem er fyrrverandi blaðamaður á Morgunblaðinu, segir að í umræddum Staksteinum sé frambjóðanda frjálslyndra í þriðja sæti sérstaklega hampað og kenningin sé sú að hann njóti slíkrar almannahylli að það nægi til að tryggja F-listanum sæti í borgarstjórn á kostnað framsóknarmanna. „Af hverju skyldu spunameistarar sjálfstæðismanna vera áhugasamir um að koma slíkri kenningu á flot?" spyr Björn Ingi og svarar: „Augljóslega af því að þeir sjá í hendi sér að nái Frjálslyndir inn manni færist sjálfstæðismenn nær alræðisvaldi í málefnum borgarinnar. Telja þeir það einu von sjálfstæðismanna um hreinan meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur?" spyr hann svo aftur. Björn Ingi minnir á að frjálslyndir séu klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum og að sagan segi mönnum að slík framboð leiti fyrr eða síðar aftur til uppruna síns. Því sé ekki að undra að gamalreynda stjórnmálaskýrendur í Kringlunni dreymi um að sjálfstæðismenn fái sjö borgarfulltrúa í kosningunum í vor og Frjálslyndir einn. Þannig nái þeir meirihluta, svona bakdyra megin, eins og Björn Ingi orðar það. Menn skuli þó spyrja að leikslokum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira