Ítalska liðið Inter Milan er komið áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 1-0 sigur á Ajax Amsterdam á heimavelli sínum í kvöld og fer liðið því áfram samanlagt 3-2. Inter var betri aðilinn allan tímann og var í raun aldrei spurning hvort liðið færi áfram í keppninni.
