Úrslitakeppninn í Iceland Express deild karla í körfubolta hefst á fimmtudagskvöldið og mun sjónvarpsstöðin Sýn þá vera með beina útsendingu frá fyrstu viðureign KR og Snæfells sem hefst klukkan 20 um kvöldið, en útsending hefst 15 mínútum fyrr. Á laugardeginum verður svo bein útsending frá öðrum leik Fjölnis og Keflavíkur og hefst útsending frá honum klukkan 15:50.
Úrslitakeppnin í beinni á Sýn
