Síðari leikur Inter Milan og Ajax í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu verður sýndur beint á Sýn í kvöld klukkan 19:30. Inter stendur vel að vígi því liðið náði 2-2 jafntefli í fyrri leiknum í Hollandi og nægir því markalaust jafntefli á heimavelli sínum í kvöld til að komast áfram. Sigurvegarinn í kvöld mætir spænska liðinu Villareal í 8-liða úrslitum keppninnar.
