Öryrki eftir störf á sjúkrahúsi 9. mars 2006 21:53 MYND/Pjetur Flestir fara á sjúkrahús til að fá bót meina sinna, en í tilfelli Hildar Stefánsdóttur, var það á sjúkrahúsi sem veikindi hennar hófust. Landspítalinn verður að greiða Hildi Stefánsdóttur tæpar sjö milljónir króna í bætur vegna heilsutjóns sem hún varð fyrir vegna meðhöndlunar skaðlegra efna þegar hún vann á spítalanum. Hún segir ekki nóg gert til að vernda starfsfólk á spítalanum. Landspítalinn háskólasjúkrahús verður að greiða Hildi tæpar sjö milljónir króna auk dráttarvaxta í bætur fyrir heilsutjón sem hún varð fyrir meðan hún vann á speglunardeild sjúkrahússins, fyrst á Landakoti og síðan í Fossvogi. Hún og samstarfsfólk hennar vann þá með glútaldehýð sem Héraðsdómi Reykjavíkur þykir sýnt að hafi skaðað öndunarfæri Hildar og valdið veikindum fleiri starfsmanna. "Við vorum með alla vega einkenni sem við röktum til þessa efnis, glútaldrhýðs, sem er þurrkur í munni og augum, smávægileg einkenni," segir Hildur um sig og samstarfsfólk sitt. "Það er ekki fyrr en ég fer á ráðstefnu til Englands haustið 1997 að ég heyri nákvæmlega mínu sjúkdómstilfelli líst í fyrirlestri þar sem það rennur upp fyrir mér að öll þessi einkenni stafa af þessu efni." Í dómnum segir að ljóst hafi verið að glútaldehýð gæti verið hættulegt heilsu fólks og að yfirmenn á spítalanum hafi ekki kynnt starfsfólki hættuna og rétta meðferð efnisins nægilega vel. Þá hafi loftræsting verið ófullnægjandi. "Það fóru fram bréfaskipti og mörg samtöl, veit ég eftir að ég hætti og fram á þennan dag í dag, og það hefur ekki verið, því miður, brugðist nógu vel við," segir Hildur. Hildur hóf störf á Landskotsspítala 1988 og fluttist síðar á Borgarspítalann. Þar varð hún að hætta störfum á sinni deild 1997 og fluttist þá í önnur störf. Síðustu tvö árin hefur hún hins vegar ekkert getað unnið vegna veikinda sinna og er metin með fimmtán prósenta varanlega örorku. Dómsmál Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Flestir fara á sjúkrahús til að fá bót meina sinna, en í tilfelli Hildar Stefánsdóttur, var það á sjúkrahúsi sem veikindi hennar hófust. Landspítalinn verður að greiða Hildi Stefánsdóttur tæpar sjö milljónir króna í bætur vegna heilsutjóns sem hún varð fyrir vegna meðhöndlunar skaðlegra efna þegar hún vann á spítalanum. Hún segir ekki nóg gert til að vernda starfsfólk á spítalanum. Landspítalinn háskólasjúkrahús verður að greiða Hildi tæpar sjö milljónir króna auk dráttarvaxta í bætur fyrir heilsutjón sem hún varð fyrir meðan hún vann á speglunardeild sjúkrahússins, fyrst á Landakoti og síðan í Fossvogi. Hún og samstarfsfólk hennar vann þá með glútaldehýð sem Héraðsdómi Reykjavíkur þykir sýnt að hafi skaðað öndunarfæri Hildar og valdið veikindum fleiri starfsmanna. "Við vorum með alla vega einkenni sem við röktum til þessa efnis, glútaldrhýðs, sem er þurrkur í munni og augum, smávægileg einkenni," segir Hildur um sig og samstarfsfólk sitt. "Það er ekki fyrr en ég fer á ráðstefnu til Englands haustið 1997 að ég heyri nákvæmlega mínu sjúkdómstilfelli líst í fyrirlestri þar sem það rennur upp fyrir mér að öll þessi einkenni stafa af þessu efni." Í dómnum segir að ljóst hafi verið að glútaldehýð gæti verið hættulegt heilsu fólks og að yfirmenn á spítalanum hafi ekki kynnt starfsfólki hættuna og rétta meðferð efnisins nægilega vel. Þá hafi loftræsting verið ófullnægjandi. "Það fóru fram bréfaskipti og mörg samtöl, veit ég eftir að ég hætti og fram á þennan dag í dag, og það hefur ekki verið, því miður, brugðist nógu vel við," segir Hildur. Hildur hóf störf á Landskotsspítala 1988 og fluttist síðar á Borgarspítalann. Þar varð hún að hætta störfum á sinni deild 1997 og fluttist þá í önnur störf. Síðustu tvö árin hefur hún hins vegar ekkert getað unnið vegna veikinda sinna og er metin með fimmtán prósenta varanlega örorku.
Dómsmál Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira