Fyrsti heimaleikurinn síðan Katrín reið yfir 8. mars 2006 18:58 Fyrsti leikurinn síðan fellibylurinn Katrín gekk yfir New Orleans fer fram á heimavelli Hornets í kvöld New Orleans Hornets spilar í kvöld sinn fyrsta leik á heimavelli síðan fellibylurinn Katrín reið yfir borgina þann 29. ágúst á síðasta ári, en liðið hefur spilað megnið af heimaleikjum sínum í Oklahoma City síðan þá. Liðið spilar aðeins þrjá leiki í New Orleans Arena í ár og sex leikir eru fyrirhugaðir þar á næsta tímabili. Viðgerðarkostnaður í New Orleans Arena er þegar sagður nema um 10 milljónum dollara, en þó enduruppbygging í borginni gangi þokkalega, var ekki talið ráðlegt að liðið spilaði nema þrjá leiki í borginni á þessu keppnistímabili. Áður en fellibylurinn Katrín reið yfir borgina voru þar um 465.00 íbúar, en enn þann dag í dag hafa ekki nema um 189.000 manns skilað sér til baka eftir náttúruhamfarirnar. Phil Jackson, þjálfari Los Angeles Lakers sem sækir New Orleans heim í kvöld, sagðist hafa áhyggjur af ástandi hallarinnar fyrir leikinn. "Maður spyr sig hvort höllin er í standi til að hægt sé að spila þarna. Ég heyrði að byggingin hefði verið frekar illa leikin eftir flóðin og ég velti fyrir mér hvort þetta á eftir að líkjast hefðbundnum körfuboltaleik yfir höfuð. Og hvað ætla menn að gera hérna í framhaldinu? Á liðið bara að þvælast fram og aftur um landið með heimavöllinn?" "Þetta verður vonandi til þess að fólk fái það á tilfinninguna að hlutirnir séu að komast í fyrra horf, en því er ekki að neita að tilfinningarnar eru sterkar að koma hingað aftur," sagði PJ Brown, leikmaður New Orleans, sem var einn þeirra sem áttu hús sem eyðilagðist í flóðunum. Smush Parker, leikmaður LA Lakers tók í sama streng. "Þetta verður mjög sérstakur leikur og mér þykir hann sýna að hlutirnir stefni í rétta átt hérna í borginni. Lífið heldur áfram hér, rétt eins og það gerði í New York eftir árásirnar á World Trade Center. Þar hefur fólk haldið áfram og hlutirnir eru smátt og smátt að komast í eðlilegt horf." Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Fleiri fréttir Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Sjá meira
New Orleans Hornets spilar í kvöld sinn fyrsta leik á heimavelli síðan fellibylurinn Katrín reið yfir borgina þann 29. ágúst á síðasta ári, en liðið hefur spilað megnið af heimaleikjum sínum í Oklahoma City síðan þá. Liðið spilar aðeins þrjá leiki í New Orleans Arena í ár og sex leikir eru fyrirhugaðir þar á næsta tímabili. Viðgerðarkostnaður í New Orleans Arena er þegar sagður nema um 10 milljónum dollara, en þó enduruppbygging í borginni gangi þokkalega, var ekki talið ráðlegt að liðið spilaði nema þrjá leiki í borginni á þessu keppnistímabili. Áður en fellibylurinn Katrín reið yfir borgina voru þar um 465.00 íbúar, en enn þann dag í dag hafa ekki nema um 189.000 manns skilað sér til baka eftir náttúruhamfarirnar. Phil Jackson, þjálfari Los Angeles Lakers sem sækir New Orleans heim í kvöld, sagðist hafa áhyggjur af ástandi hallarinnar fyrir leikinn. "Maður spyr sig hvort höllin er í standi til að hægt sé að spila þarna. Ég heyrði að byggingin hefði verið frekar illa leikin eftir flóðin og ég velti fyrir mér hvort þetta á eftir að líkjast hefðbundnum körfuboltaleik yfir höfuð. Og hvað ætla menn að gera hérna í framhaldinu? Á liðið bara að þvælast fram og aftur um landið með heimavöllinn?" "Þetta verður vonandi til þess að fólk fái það á tilfinninguna að hlutirnir séu að komast í fyrra horf, en því er ekki að neita að tilfinningarnar eru sterkar að koma hingað aftur," sagði PJ Brown, leikmaður New Orleans, sem var einn þeirra sem áttu hús sem eyðilagðist í flóðunum. Smush Parker, leikmaður LA Lakers tók í sama streng. "Þetta verður mjög sérstakur leikur og mér þykir hann sýna að hlutirnir stefni í rétta átt hérna í borginni. Lífið heldur áfram hér, rétt eins og það gerði í New York eftir árásirnar á World Trade Center. Þar hefur fólk haldið áfram og hlutirnir eru smátt og smátt að komast í eðlilegt horf."
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Fleiri fréttir Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Sjá meira