Ekki tilkynnt um virkan eignarhlut í Búnaðarbankanum 20. febrúar 2006 18:51 Þýski bankinn Hauck og Afhauser tilkynnti ekki um virkan eignarhlut í Búnaðarbanka til Fjármálaeftirlitsins eða Kauphallarinnar. Þingmenn Frjáslynda flokksins og Samfylkingarinnar kröfðust þess í dag að rannsakað yrði hvort aðkoma bankans að S-hópnum hefði byggst á blekkingum. Viðskiptaráðherra segir ekkert nýtt í málinu nema tregðu Samfylkingarinnar til að skilja að ráðherra segi ekki sjálfstæðri eftirlitsstofnun fyrir verkum. Margoft hefur komið fram að aðkoma virts erlends fjármálafyrirtækis að S-hópnum hafi reynst þungt lóð á vogarskálarnar þegar ákvörðun var tekin um að selja S-hópnum Búnaðarbankann. Þegar kaupsamningur vegna sölu á tæpum 46 prósenta hlut ríkisins var undirritaður kom fram að þýski bankinn hefði eignast um 16,3 prósenta hlut í bankanum gegnum hlutinn í Eglu. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, spurði hvort forsætisráðherra ætlaði að rannsaka sérstaklega hvort þýski bankinn hafi verið yfirvarp. Halldór Ásgrímsson spurði hvort þingmaðurinn hefði rætt við Ríkisendurskoðun vegna málsins en sú stofnunin ætti að vera Alþingi innan handar í málinu. Hann sagði Ríkisendurskoðanda hafa tjáð sér að ekkert nýtt hefði komið fram. Málið væri margrannsakað. Sigurjón Þórðarson sagði að það kæmi ekki á óvart að ráðherrann væri í nánum tengslum við Ríkisendurskoðanda sem hefði glatað virðingu sinni þegar hann hefði staðið í kattaþvotti í bankamálinu á sínum tíma. Halldór Ásgrímsson sagði alvarlegt mál ef Ríkisendurskoðun nyti ekki trausts, þótt ekki væri nema eins þingflokks og það þyrfti þá að ræða það í forsætisnefnd alþingis. Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði viðskiptaráðherra hvort ekki ætti beina því til Fjármálaeftirlitisins að rannsaka þessar ásakanir. Ljóst sé að hvorki Fjármálaeftirlitinu né Kauphöll hafi verið tilkynnt um virkan eignarhlut þýska bankans, hafi hann verið fyrir hendi. Þá sé ekki vitað til þess að tilkynning hafi verið send þýska fjármáleftirltinu. Ráðherrann sagði ekkert nýtt í málinu nema tregðu Samfylkingarinnar. Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Fleiri fréttir Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Sjá meira
Þýski bankinn Hauck og Afhauser tilkynnti ekki um virkan eignarhlut í Búnaðarbanka til Fjármálaeftirlitsins eða Kauphallarinnar. Þingmenn Frjáslynda flokksins og Samfylkingarinnar kröfðust þess í dag að rannsakað yrði hvort aðkoma bankans að S-hópnum hefði byggst á blekkingum. Viðskiptaráðherra segir ekkert nýtt í málinu nema tregðu Samfylkingarinnar til að skilja að ráðherra segi ekki sjálfstæðri eftirlitsstofnun fyrir verkum. Margoft hefur komið fram að aðkoma virts erlends fjármálafyrirtækis að S-hópnum hafi reynst þungt lóð á vogarskálarnar þegar ákvörðun var tekin um að selja S-hópnum Búnaðarbankann. Þegar kaupsamningur vegna sölu á tæpum 46 prósenta hlut ríkisins var undirritaður kom fram að þýski bankinn hefði eignast um 16,3 prósenta hlut í bankanum gegnum hlutinn í Eglu. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, spurði hvort forsætisráðherra ætlaði að rannsaka sérstaklega hvort þýski bankinn hafi verið yfirvarp. Halldór Ásgrímsson spurði hvort þingmaðurinn hefði rætt við Ríkisendurskoðun vegna málsins en sú stofnunin ætti að vera Alþingi innan handar í málinu. Hann sagði Ríkisendurskoðanda hafa tjáð sér að ekkert nýtt hefði komið fram. Málið væri margrannsakað. Sigurjón Þórðarson sagði að það kæmi ekki á óvart að ráðherrann væri í nánum tengslum við Ríkisendurskoðanda sem hefði glatað virðingu sinni þegar hann hefði staðið í kattaþvotti í bankamálinu á sínum tíma. Halldór Ásgrímsson sagði alvarlegt mál ef Ríkisendurskoðun nyti ekki trausts, þótt ekki væri nema eins þingflokks og það þyrfti þá að ræða það í forsætisnefnd alþingis. Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði viðskiptaráðherra hvort ekki ætti beina því til Fjármálaeftirlitisins að rannsaka þessar ásakanir. Ljóst sé að hvorki Fjármálaeftirlitinu né Kauphöll hafi verið tilkynnt um virkan eignarhlut þýska bankans, hafi hann verið fyrir hendi. Þá sé ekki vitað til þess að tilkynning hafi verið send þýska fjármáleftirltinu. Ráðherrann sagði ekkert nýtt í málinu nema tregðu Samfylkingarinnar.
Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Fleiri fréttir Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Sjá meira