Ekki tilkynnt um virkan eignarhlut í Búnaðarbankanum 20. febrúar 2006 18:51 Þýski bankinn Hauck og Afhauser tilkynnti ekki um virkan eignarhlut í Búnaðarbanka til Fjármálaeftirlitsins eða Kauphallarinnar. Þingmenn Frjáslynda flokksins og Samfylkingarinnar kröfðust þess í dag að rannsakað yrði hvort aðkoma bankans að S-hópnum hefði byggst á blekkingum. Viðskiptaráðherra segir ekkert nýtt í málinu nema tregðu Samfylkingarinnar til að skilja að ráðherra segi ekki sjálfstæðri eftirlitsstofnun fyrir verkum. Margoft hefur komið fram að aðkoma virts erlends fjármálafyrirtækis að S-hópnum hafi reynst þungt lóð á vogarskálarnar þegar ákvörðun var tekin um að selja S-hópnum Búnaðarbankann. Þegar kaupsamningur vegna sölu á tæpum 46 prósenta hlut ríkisins var undirritaður kom fram að þýski bankinn hefði eignast um 16,3 prósenta hlut í bankanum gegnum hlutinn í Eglu. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, spurði hvort forsætisráðherra ætlaði að rannsaka sérstaklega hvort þýski bankinn hafi verið yfirvarp. Halldór Ásgrímsson spurði hvort þingmaðurinn hefði rætt við Ríkisendurskoðun vegna málsins en sú stofnunin ætti að vera Alþingi innan handar í málinu. Hann sagði Ríkisendurskoðanda hafa tjáð sér að ekkert nýtt hefði komið fram. Málið væri margrannsakað. Sigurjón Þórðarson sagði að það kæmi ekki á óvart að ráðherrann væri í nánum tengslum við Ríkisendurskoðanda sem hefði glatað virðingu sinni þegar hann hefði staðið í kattaþvotti í bankamálinu á sínum tíma. Halldór Ásgrímsson sagði alvarlegt mál ef Ríkisendurskoðun nyti ekki trausts, þótt ekki væri nema eins þingflokks og það þyrfti þá að ræða það í forsætisnefnd alþingis. Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði viðskiptaráðherra hvort ekki ætti beina því til Fjármálaeftirlitisins að rannsaka þessar ásakanir. Ljóst sé að hvorki Fjármálaeftirlitinu né Kauphöll hafi verið tilkynnt um virkan eignarhlut þýska bankans, hafi hann verið fyrir hendi. Þá sé ekki vitað til þess að tilkynning hafi verið send þýska fjármáleftirltinu. Ráðherrann sagði ekkert nýtt í málinu nema tregðu Samfylkingarinnar. Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira
Þýski bankinn Hauck og Afhauser tilkynnti ekki um virkan eignarhlut í Búnaðarbanka til Fjármálaeftirlitsins eða Kauphallarinnar. Þingmenn Frjáslynda flokksins og Samfylkingarinnar kröfðust þess í dag að rannsakað yrði hvort aðkoma bankans að S-hópnum hefði byggst á blekkingum. Viðskiptaráðherra segir ekkert nýtt í málinu nema tregðu Samfylkingarinnar til að skilja að ráðherra segi ekki sjálfstæðri eftirlitsstofnun fyrir verkum. Margoft hefur komið fram að aðkoma virts erlends fjármálafyrirtækis að S-hópnum hafi reynst þungt lóð á vogarskálarnar þegar ákvörðun var tekin um að selja S-hópnum Búnaðarbankann. Þegar kaupsamningur vegna sölu á tæpum 46 prósenta hlut ríkisins var undirritaður kom fram að þýski bankinn hefði eignast um 16,3 prósenta hlut í bankanum gegnum hlutinn í Eglu. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, spurði hvort forsætisráðherra ætlaði að rannsaka sérstaklega hvort þýski bankinn hafi verið yfirvarp. Halldór Ásgrímsson spurði hvort þingmaðurinn hefði rætt við Ríkisendurskoðun vegna málsins en sú stofnunin ætti að vera Alþingi innan handar í málinu. Hann sagði Ríkisendurskoðanda hafa tjáð sér að ekkert nýtt hefði komið fram. Málið væri margrannsakað. Sigurjón Þórðarson sagði að það kæmi ekki á óvart að ráðherrann væri í nánum tengslum við Ríkisendurskoðanda sem hefði glatað virðingu sinni þegar hann hefði staðið í kattaþvotti í bankamálinu á sínum tíma. Halldór Ásgrímsson sagði alvarlegt mál ef Ríkisendurskoðun nyti ekki trausts, þótt ekki væri nema eins þingflokks og það þyrfti þá að ræða það í forsætisnefnd alþingis. Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði viðskiptaráðherra hvort ekki ætti beina því til Fjármálaeftirlitisins að rannsaka þessar ásakanir. Ljóst sé að hvorki Fjármálaeftirlitinu né Kauphöll hafi verið tilkynnt um virkan eignarhlut þýska bankans, hafi hann verið fyrir hendi. Þá sé ekki vitað til þess að tilkynning hafi verið send þýska fjármáleftirltinu. Ráðherrann sagði ekkert nýtt í málinu nema tregðu Samfylkingarinnar.
Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira