Ekki tilkynnt um virkan eignarhlut í Búnaðarbankanum 20. febrúar 2006 18:51 Þýski bankinn Hauck og Afhauser tilkynnti ekki um virkan eignarhlut í Búnaðarbanka til Fjármálaeftirlitsins eða Kauphallarinnar. Þingmenn Frjáslynda flokksins og Samfylkingarinnar kröfðust þess í dag að rannsakað yrði hvort aðkoma bankans að S-hópnum hefði byggst á blekkingum. Viðskiptaráðherra segir ekkert nýtt í málinu nema tregðu Samfylkingarinnar til að skilja að ráðherra segi ekki sjálfstæðri eftirlitsstofnun fyrir verkum. Margoft hefur komið fram að aðkoma virts erlends fjármálafyrirtækis að S-hópnum hafi reynst þungt lóð á vogarskálarnar þegar ákvörðun var tekin um að selja S-hópnum Búnaðarbankann. Þegar kaupsamningur vegna sölu á tæpum 46 prósenta hlut ríkisins var undirritaður kom fram að þýski bankinn hefði eignast um 16,3 prósenta hlut í bankanum gegnum hlutinn í Eglu. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, spurði hvort forsætisráðherra ætlaði að rannsaka sérstaklega hvort þýski bankinn hafi verið yfirvarp. Halldór Ásgrímsson spurði hvort þingmaðurinn hefði rætt við Ríkisendurskoðun vegna málsins en sú stofnunin ætti að vera Alþingi innan handar í málinu. Hann sagði Ríkisendurskoðanda hafa tjáð sér að ekkert nýtt hefði komið fram. Málið væri margrannsakað. Sigurjón Þórðarson sagði að það kæmi ekki á óvart að ráðherrann væri í nánum tengslum við Ríkisendurskoðanda sem hefði glatað virðingu sinni þegar hann hefði staðið í kattaþvotti í bankamálinu á sínum tíma. Halldór Ásgrímsson sagði alvarlegt mál ef Ríkisendurskoðun nyti ekki trausts, þótt ekki væri nema eins þingflokks og það þyrfti þá að ræða það í forsætisnefnd alþingis. Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði viðskiptaráðherra hvort ekki ætti beina því til Fjármálaeftirlitisins að rannsaka þessar ásakanir. Ljóst sé að hvorki Fjármálaeftirlitinu né Kauphöll hafi verið tilkynnt um virkan eignarhlut þýska bankans, hafi hann verið fyrir hendi. Þá sé ekki vitað til þess að tilkynning hafi verið send þýska fjármáleftirltinu. Ráðherrann sagði ekkert nýtt í málinu nema tregðu Samfylkingarinnar. Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Þýski bankinn Hauck og Afhauser tilkynnti ekki um virkan eignarhlut í Búnaðarbanka til Fjármálaeftirlitsins eða Kauphallarinnar. Þingmenn Frjáslynda flokksins og Samfylkingarinnar kröfðust þess í dag að rannsakað yrði hvort aðkoma bankans að S-hópnum hefði byggst á blekkingum. Viðskiptaráðherra segir ekkert nýtt í málinu nema tregðu Samfylkingarinnar til að skilja að ráðherra segi ekki sjálfstæðri eftirlitsstofnun fyrir verkum. Margoft hefur komið fram að aðkoma virts erlends fjármálafyrirtækis að S-hópnum hafi reynst þungt lóð á vogarskálarnar þegar ákvörðun var tekin um að selja S-hópnum Búnaðarbankann. Þegar kaupsamningur vegna sölu á tæpum 46 prósenta hlut ríkisins var undirritaður kom fram að þýski bankinn hefði eignast um 16,3 prósenta hlut í bankanum gegnum hlutinn í Eglu. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, spurði hvort forsætisráðherra ætlaði að rannsaka sérstaklega hvort þýski bankinn hafi verið yfirvarp. Halldór Ásgrímsson spurði hvort þingmaðurinn hefði rætt við Ríkisendurskoðun vegna málsins en sú stofnunin ætti að vera Alþingi innan handar í málinu. Hann sagði Ríkisendurskoðanda hafa tjáð sér að ekkert nýtt hefði komið fram. Málið væri margrannsakað. Sigurjón Þórðarson sagði að það kæmi ekki á óvart að ráðherrann væri í nánum tengslum við Ríkisendurskoðanda sem hefði glatað virðingu sinni þegar hann hefði staðið í kattaþvotti í bankamálinu á sínum tíma. Halldór Ásgrímsson sagði alvarlegt mál ef Ríkisendurskoðun nyti ekki trausts, þótt ekki væri nema eins þingflokks og það þyrfti þá að ræða það í forsætisnefnd alþingis. Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði viðskiptaráðherra hvort ekki ætti beina því til Fjármálaeftirlitisins að rannsaka þessar ásakanir. Ljóst sé að hvorki Fjármálaeftirlitinu né Kauphöll hafi verið tilkynnt um virkan eignarhlut þýska bankans, hafi hann verið fyrir hendi. Þá sé ekki vitað til þess að tilkynning hafi verið send þýska fjármáleftirltinu. Ráðherrann sagði ekkert nýtt í málinu nema tregðu Samfylkingarinnar.
Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira