Dómararnir á Englandi eru skelfilegir 17. febrúar 2006 16:50 Dennis Rodman er samur við sig. Hann hyggur á endurkomu í NBA, en ætlar að koma við á súlustað í London áður en hann snýr heim til Bandaríkjanna NordicPhotos/GettyImages Dennis Rodman lék í gærkvöld sinn síðasta leik fyrir lið Brighton Bears í ensku úrvalsdeildinni í körfubolta þegar liðið burstaði London Towers 103-84. Rodman hafði sitt að segja um veru sína á Englandi, enda ekki vanur að liggja á skoðunum sínum. "Það gæti vel komið til greina að koma aftur til Englands að spila, en ég er reyndar mjög önnum kafinn núna," sagði Rodman. "Menn vilja fá mig í Japan og í Þýskalandi, en ef menn hafa áhuga á að vinna titil hérna kemur vel til greina að koma aftur." Rodman sagði allt annað að spila á Englandi en í NBA deildinni, en var ekki hrifinn af dómgæslunni í leikjunum sem hann spilaði. "Leikmennirnir voru ágætir, þó þetta sé kannski eins og að spila í neðri deildum í Bandaríkjunum, en dómgæslan var brandari. Ég var farinn að halda að þessir dómarar hefðu verið flugvallarstarfsmenn sem hefðu laumað sér í dómarabúninga. Þetta var skelfilegt og ég held að deildin líði fyrir lélega dómara. Maður getur þó lítið gert annað en að hlæja að þeim." Hinn fimmfaldi NBA meistari var nokkuð bólginn á hné eftir átökin í gær, en hann heldur því statt og stöðugt fram að lið Portland og Toronto hafi boðið sér í æfingabúðir. Rodman hefur mikinn áhuga á að komast aftur í NBA þó hann sé að verða 45 ára gamall. "Ég er með betra sigurhlutfall heldur en Michael Jordan og Larry Bird, þannig að ég held að ef líkaminn leyfir geti ég alveg spilað - fólk mun halda áfram að vilja sjá mig spila," sagði Rodman, sem skellti sér að sjálfssögðu út á lífið á Englandi. "Jú, ég fór aðeins út á lífið, en ég fékk ekki að gera neitt skemmtilegt í Birmingham, þannig að ég get ekki beðið eftir að komast til London þar sem ég ætla að skella mér á súlustað. Ég verð að koma þar við og hitta liðið þar, sem var mjög vingjarnlegt þegar ég kom þangað síðast - enda ættu þeir að borga mér fyrir að koma þangað á miðað við þá peninga sem ég eyddi hjá þeim," sagði Rodman. Erlendar Íþróttir Körfubolti Mest lesið Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Sport Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Fótbolti Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Enski boltinn Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Valur tímabundið á toppinn Handbolti Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan Fótbolti Fleiri fréttir Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan Valur tímabundið á toppinn Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Fullkominn bikardagur KA „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Einar Árni verður íþróttastjóri Njarðvíkur Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum KA vann bikarinn í tíunda sinn: Brostum og vissum að það færi í taugarnar á þeim Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Baldvin færðist aftur í níunda sæti og missti af úrslitum Erna Sóley sextánda á EM Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Dagskráin: NBA, enska b-deildin, þýskt Íslendingalið og Lengjubikar kvenna Í lífstíðarbann fyrir tvíburasvindl Sjá meira
Dennis Rodman lék í gærkvöld sinn síðasta leik fyrir lið Brighton Bears í ensku úrvalsdeildinni í körfubolta þegar liðið burstaði London Towers 103-84. Rodman hafði sitt að segja um veru sína á Englandi, enda ekki vanur að liggja á skoðunum sínum. "Það gæti vel komið til greina að koma aftur til Englands að spila, en ég er reyndar mjög önnum kafinn núna," sagði Rodman. "Menn vilja fá mig í Japan og í Þýskalandi, en ef menn hafa áhuga á að vinna titil hérna kemur vel til greina að koma aftur." Rodman sagði allt annað að spila á Englandi en í NBA deildinni, en var ekki hrifinn af dómgæslunni í leikjunum sem hann spilaði. "Leikmennirnir voru ágætir, þó þetta sé kannski eins og að spila í neðri deildum í Bandaríkjunum, en dómgæslan var brandari. Ég var farinn að halda að þessir dómarar hefðu verið flugvallarstarfsmenn sem hefðu laumað sér í dómarabúninga. Þetta var skelfilegt og ég held að deildin líði fyrir lélega dómara. Maður getur þó lítið gert annað en að hlæja að þeim." Hinn fimmfaldi NBA meistari var nokkuð bólginn á hné eftir átökin í gær, en hann heldur því statt og stöðugt fram að lið Portland og Toronto hafi boðið sér í æfingabúðir. Rodman hefur mikinn áhuga á að komast aftur í NBA þó hann sé að verða 45 ára gamall. "Ég er með betra sigurhlutfall heldur en Michael Jordan og Larry Bird, þannig að ég held að ef líkaminn leyfir geti ég alveg spilað - fólk mun halda áfram að vilja sjá mig spila," sagði Rodman, sem skellti sér að sjálfssögðu út á lífið á Englandi. "Jú, ég fór aðeins út á lífið, en ég fékk ekki að gera neitt skemmtilegt í Birmingham, þannig að ég get ekki beðið eftir að komast til London þar sem ég ætla að skella mér á súlustað. Ég verð að koma þar við og hitta liðið þar, sem var mjög vingjarnlegt þegar ég kom þangað síðast - enda ættu þeir að borga mér fyrir að koma þangað á miðað við þá peninga sem ég eyddi hjá þeim," sagði Rodman.
Erlendar Íþróttir Körfubolti Mest lesið Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Sport Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Fótbolti Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Enski boltinn Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Valur tímabundið á toppinn Handbolti Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan Fótbolti Fleiri fréttir Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan Valur tímabundið á toppinn Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Fullkominn bikardagur KA „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Einar Árni verður íþróttastjóri Njarðvíkur Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum KA vann bikarinn í tíunda sinn: Brostum og vissum að það færi í taugarnar á þeim Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Baldvin færðist aftur í níunda sæti og missti af úrslitum Erna Sóley sextánda á EM Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Dagskráin: NBA, enska b-deildin, þýskt Íslendingalið og Lengjubikar kvenna Í lífstíðarbann fyrir tvíburasvindl Sjá meira