Dómararnir á Englandi eru skelfilegir 17. febrúar 2006 16:50 Dennis Rodman er samur við sig. Hann hyggur á endurkomu í NBA, en ætlar að koma við á súlustað í London áður en hann snýr heim til Bandaríkjanna NordicPhotos/GettyImages Dennis Rodman lék í gærkvöld sinn síðasta leik fyrir lið Brighton Bears í ensku úrvalsdeildinni í körfubolta þegar liðið burstaði London Towers 103-84. Rodman hafði sitt að segja um veru sína á Englandi, enda ekki vanur að liggja á skoðunum sínum. "Það gæti vel komið til greina að koma aftur til Englands að spila, en ég er reyndar mjög önnum kafinn núna," sagði Rodman. "Menn vilja fá mig í Japan og í Þýskalandi, en ef menn hafa áhuga á að vinna titil hérna kemur vel til greina að koma aftur." Rodman sagði allt annað að spila á Englandi en í NBA deildinni, en var ekki hrifinn af dómgæslunni í leikjunum sem hann spilaði. "Leikmennirnir voru ágætir, þó þetta sé kannski eins og að spila í neðri deildum í Bandaríkjunum, en dómgæslan var brandari. Ég var farinn að halda að þessir dómarar hefðu verið flugvallarstarfsmenn sem hefðu laumað sér í dómarabúninga. Þetta var skelfilegt og ég held að deildin líði fyrir lélega dómara. Maður getur þó lítið gert annað en að hlæja að þeim." Hinn fimmfaldi NBA meistari var nokkuð bólginn á hné eftir átökin í gær, en hann heldur því statt og stöðugt fram að lið Portland og Toronto hafi boðið sér í æfingabúðir. Rodman hefur mikinn áhuga á að komast aftur í NBA þó hann sé að verða 45 ára gamall. "Ég er með betra sigurhlutfall heldur en Michael Jordan og Larry Bird, þannig að ég held að ef líkaminn leyfir geti ég alveg spilað - fólk mun halda áfram að vilja sjá mig spila," sagði Rodman, sem skellti sér að sjálfssögðu út á lífið á Englandi. "Jú, ég fór aðeins út á lífið, en ég fékk ekki að gera neitt skemmtilegt í Birmingham, þannig að ég get ekki beðið eftir að komast til London þar sem ég ætla að skella mér á súlustað. Ég verð að koma þar við og hitta liðið þar, sem var mjög vingjarnlegt þegar ég kom þangað síðast - enda ættu þeir að borga mér fyrir að koma þangað á miðað við þá peninga sem ég eyddi hjá þeim," sagði Rodman. Erlendar Íþróttir Körfubolti Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sjá meira
Dennis Rodman lék í gærkvöld sinn síðasta leik fyrir lið Brighton Bears í ensku úrvalsdeildinni í körfubolta þegar liðið burstaði London Towers 103-84. Rodman hafði sitt að segja um veru sína á Englandi, enda ekki vanur að liggja á skoðunum sínum. "Það gæti vel komið til greina að koma aftur til Englands að spila, en ég er reyndar mjög önnum kafinn núna," sagði Rodman. "Menn vilja fá mig í Japan og í Þýskalandi, en ef menn hafa áhuga á að vinna titil hérna kemur vel til greina að koma aftur." Rodman sagði allt annað að spila á Englandi en í NBA deildinni, en var ekki hrifinn af dómgæslunni í leikjunum sem hann spilaði. "Leikmennirnir voru ágætir, þó þetta sé kannski eins og að spila í neðri deildum í Bandaríkjunum, en dómgæslan var brandari. Ég var farinn að halda að þessir dómarar hefðu verið flugvallarstarfsmenn sem hefðu laumað sér í dómarabúninga. Þetta var skelfilegt og ég held að deildin líði fyrir lélega dómara. Maður getur þó lítið gert annað en að hlæja að þeim." Hinn fimmfaldi NBA meistari var nokkuð bólginn á hné eftir átökin í gær, en hann heldur því statt og stöðugt fram að lið Portland og Toronto hafi boðið sér í æfingabúðir. Rodman hefur mikinn áhuga á að komast aftur í NBA þó hann sé að verða 45 ára gamall. "Ég er með betra sigurhlutfall heldur en Michael Jordan og Larry Bird, þannig að ég held að ef líkaminn leyfir geti ég alveg spilað - fólk mun halda áfram að vilja sjá mig spila," sagði Rodman, sem skellti sér að sjálfssögðu út á lífið á Englandi. "Jú, ég fór aðeins út á lífið, en ég fékk ekki að gera neitt skemmtilegt í Birmingham, þannig að ég get ekki beðið eftir að komast til London þar sem ég ætla að skella mér á súlustað. Ég verð að koma þar við og hitta liðið þar, sem var mjög vingjarnlegt þegar ég kom þangað síðast - enda ættu þeir að borga mér fyrir að koma þangað á miðað við þá peninga sem ég eyddi hjá þeim," sagði Rodman.
Erlendar Íþróttir Körfubolti Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sjá meira