Stórleikur LeBron James 16. febrúar 2006 14:22 LeBron James átti stórleik með Cleveland í nótt, skoraði 43 stig, hirti 12 fráköst og gaf 11 stoðsendingar í sigri á Boston NordicPhotos/GettyImages LeBron James átti sannkallaðan stórleik þegar lið hans Cleveland bar sigurorð af Boston 113-109 í tvíframlengdum leik í nótt. James skoraði 43 stig, hirti 12 fráköst og gaf 11 stoðsendingar fyrir Cleveland, en Paul Pierce hjá Boston varð fyrsti maðurinn í sögu félagsins síðan Larry Bird árið 1989 til að skora 50 stig í leik. Indiana lagði Milwaukee 88-77. Anthony Johnson skoraði 24 stig fyrir Indiana, en Michael Redd var með 24 hjá Milwaukee. Miami vann átakalítinn sigur á Orlando 110-100. Dwayne Wade var hársbreidd frá þrennu í leiknum með 36 stig, 10 fráköst og 9 stoðsendingar, en Tony Battie og Dwight Howard skoruðu 16 stig fyrir Orlando. Philadelphia lagði San Antonio 103-100 í framlengdum leik, þar sem skelfileg vítanýting San Antonio í lok venjulegs leiktíma kostaði liðið sigurinn. Allen Iverson skoraði 42 stig, hirti 8 fráköst og gaf 9 stoðsendingar hjá Philadlephia, en Tony Parker skoraði 23 stig fyrir meistarana. New York vann loksins leik eftir tíu töp í röð þegar liðið skellti Toronto 98-96. Eddy Curry skoraði 18 stig fyrir New York, en Chris Bosh var með 25 stig hjá Toronto. Vince Carter tryggði New Jersey sigur á Charlotte 95-94 með því að blaka boltanum ofaní á lokasekúndunni. Richard Jefferson skoraði 25 stig og hirti 10 fráköst fyrir New Jersey, en Brevin Knight var með 28 stig hjá Charlotte. New Orleans burstaði Portland 102-86. Kirk Snyder var stigahæstur hjá New Orleans með 22 stig, en liðið missti nýliða sinn Chris Paul aftur í meiðsli í leiknum. Minnesota lagði Seattle 102-92. Ricky Davis skoraði 25 stig fyrir Minnesota, en Ray Allen skoraði 23 stig fyrir Seattle. Memphis lagði Sacramento 84-78. Pau Gasol skoraði 24 stig fyrir Memphis, en Kevin Martin skoraði 14 stig fyrir Sacramento. Dallas skellti sér í efsta sæti Vesturdeildar með sigri á Washington 103-97. Josh Howard skoraði 26 stig fyrir Dallas, en Caron Butler var með 27 hjá Washington. Phoenix vann öruggan útisigur á Denver 116-101. Shawn Marion skoraði 21 stig og hirti 12 fráköst hjá Phoenix, en Carmelo Anthony skoraði 29 stig fyrir Denver. Golden State lagði LA Clippers 88-81. Derek Fisher skoraði 21 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir Golden State, en Sam Cassell skoraði 16 stig fyrir Clippers. Atlanta lagði LA Lakers 114-110. Kobe Bryant skoraði 39 stig og gaf 9 stoðsendingar hjá Lakers, en Joe Johnson skoraði 21 stig og gaf 15 stoðsendingar hjá Atlanta. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn „Fáum fullt af svörum um helgina“ Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Sport Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Fleiri fréttir Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum „Fáum fullt af svörum um helgina“ Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Tindastóll vann Val í spennutrylli Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Sjá meira
LeBron James átti sannkallaðan stórleik þegar lið hans Cleveland bar sigurorð af Boston 113-109 í tvíframlengdum leik í nótt. James skoraði 43 stig, hirti 12 fráköst og gaf 11 stoðsendingar fyrir Cleveland, en Paul Pierce hjá Boston varð fyrsti maðurinn í sögu félagsins síðan Larry Bird árið 1989 til að skora 50 stig í leik. Indiana lagði Milwaukee 88-77. Anthony Johnson skoraði 24 stig fyrir Indiana, en Michael Redd var með 24 hjá Milwaukee. Miami vann átakalítinn sigur á Orlando 110-100. Dwayne Wade var hársbreidd frá þrennu í leiknum með 36 stig, 10 fráköst og 9 stoðsendingar, en Tony Battie og Dwight Howard skoruðu 16 stig fyrir Orlando. Philadelphia lagði San Antonio 103-100 í framlengdum leik, þar sem skelfileg vítanýting San Antonio í lok venjulegs leiktíma kostaði liðið sigurinn. Allen Iverson skoraði 42 stig, hirti 8 fráköst og gaf 9 stoðsendingar hjá Philadlephia, en Tony Parker skoraði 23 stig fyrir meistarana. New York vann loksins leik eftir tíu töp í röð þegar liðið skellti Toronto 98-96. Eddy Curry skoraði 18 stig fyrir New York, en Chris Bosh var með 25 stig hjá Toronto. Vince Carter tryggði New Jersey sigur á Charlotte 95-94 með því að blaka boltanum ofaní á lokasekúndunni. Richard Jefferson skoraði 25 stig og hirti 10 fráköst fyrir New Jersey, en Brevin Knight var með 28 stig hjá Charlotte. New Orleans burstaði Portland 102-86. Kirk Snyder var stigahæstur hjá New Orleans með 22 stig, en liðið missti nýliða sinn Chris Paul aftur í meiðsli í leiknum. Minnesota lagði Seattle 102-92. Ricky Davis skoraði 25 stig fyrir Minnesota, en Ray Allen skoraði 23 stig fyrir Seattle. Memphis lagði Sacramento 84-78. Pau Gasol skoraði 24 stig fyrir Memphis, en Kevin Martin skoraði 14 stig fyrir Sacramento. Dallas skellti sér í efsta sæti Vesturdeildar með sigri á Washington 103-97. Josh Howard skoraði 26 stig fyrir Dallas, en Caron Butler var með 27 hjá Washington. Phoenix vann öruggan útisigur á Denver 116-101. Shawn Marion skoraði 21 stig og hirti 12 fráköst hjá Phoenix, en Carmelo Anthony skoraði 29 stig fyrir Denver. Golden State lagði LA Clippers 88-81. Derek Fisher skoraði 21 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir Golden State, en Sam Cassell skoraði 16 stig fyrir Clippers. Atlanta lagði LA Lakers 114-110. Kobe Bryant skoraði 39 stig og gaf 9 stoðsendingar hjá Lakers, en Joe Johnson skoraði 21 stig og gaf 15 stoðsendingar hjá Atlanta.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn „Fáum fullt af svörum um helgina“ Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Sport Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Fleiri fréttir Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum „Fáum fullt af svörum um helgina“ Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Tindastóll vann Val í spennutrylli Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Sjá meira