Framherjinn Andy Cole hjá Manchester City er meiddur á hné og verður frá keppni í að minnsta kosti mánuð. Cole hlaut meiðslin seint í leiknum gegn Charlton um helgina og þurfti að fara af leikvelli. Stuart Pearce segist ekki hissa á meiðslum Cole, þau séu aðeins í takt við það sem verið hefur hjá liði sínu á leiktíðinni.
