Nýjustu fréttir frá Englandi herma að forráðamenn Newcastle séu í viðræðum við fyrrum þjálfara Bayern Munchen, Ottmar Hitzfeld, um að taka við stöðu knattspyrnustjóra í stað Graeme Souness sem rekinn var á dögunum.
Hitzfeld hefur verið í fríi frá knattspyrnu í eitt og hálft ár, en er gríðarlega virtur knattspyrnustjóri sem hefur meðal annars leitt bæði Bayern Munchen og Borussia Dortmund til sigurs í Meistaradeild Evrópu.