Chris Coleman, stjóri Fulham, var mjög sáttur við framherja sína Brian McBride og Heiðar Helguson eftir sigur liðsins á West Brom í dag og sagði þá framherja af gamla skólanum sem væru sannkölluð martröð fyrir varnarmenn mótherjanna.
"Þeir minna mig á framherjana sem ég spilaði á móti þegar ég var í deildinni," sagði Coleman. "Þeir eru sterkir og baráttuglaðir og varnarmennirnir mega ekki líta af þeim í sekúndu. Ef við höldum áfram að dæla boltum inn í teiginn munu þeir Heiðar og Brian halda áfram að skora mörk, það er á hreinu. Þeir voru frábærir gegn Manchester United og það sama var uppi á tengingnum í dag," sagði Coleman sáttur við sína menn.