Framherjinn Emile Heskey hjá Birmingham á yfir höfði sér frekara leikbann en það sem hann fær fyrir að vera rekinn af velli gegn Arsenal í leik liðanna á dögunum, því enska knattspyrnusambandið hefur nú kært hann fyrir að hegðun sem hann sýndi eftir að hann fékk að líta sitt annað gula spjald í leiknum.
Heskey átti ýmislegt ósagt við dómara og aðstoðardómara eftir að vera vikið af leikvelli og gæti nú fengið lengra bann fyrir vikið.