Steelers unnu Ofurskálina

Pittsburgh Steelers lögðu Seattle Seahawks 21-10 í úrslitaleiknum í ameríska fótboltanum í nótt, en leikurinn fór fram í Detroit og var sýndur í beinni útsendingu á Sýn. Þetta var fyrsti titill Steelers síðan árið 1980 og fimmti titillinn í sögu liðsins.