Robben hlýtur að vera hálsbrotinn 5. febrúar 2006 22:59 Rafa baðar út öngum sínum þegar Reina er sýnt rauða spjaldið. Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool segir að það sé alltaf erfitt að lenda undir gegn góðu liði eins og Chelsea sem vann 2-0 í viðureign liðanna á Stamford Bridge í dag. Með sigrinum komst Chelsea í 15 stiga forystu í ensku úrvalsdeildinni og er 21 stigi á undan Liverpool sem er í 3. sæti deildarinnar. "Við spiluðum ekki illa en vandamálið er að þegar maður fær á sig mark gegn svona góðu liði hefur það meiri stjórn á leiknum. Við héldum áfram að sækja en þeir geta spilað sinn leik í vörn og spilað upp á skyndisóknir. Chelsea spilar yfirleitt út á skyndisóknir." sagði Benitez. Hann var hins vegar æfur út í Arjen Robben sem fiskaði markvörð Liverpool, Jose Reina út af með rautt spjald. Benitez segir að það sé ekki hægt að afsaka hegðun Robben sem lét sig falla með tilrifum þegar Reina ýtti á andlit Hollendingsins. Atvikið átti sér stað eftir að Reina hafði brotið á Eiði Smára Guðjohnsen. "Ég þarf að drífa mig á spítalann því Robben hlýtur að vera þar. Meiðsli hans eftir Reina hljóta að þýða að hann verði þar í viku. Sjónvarpsupptökur sýna reyndar að Robben hljóti að vera rúmfastur á spítala í 3 vikur vegna hálsbrots." sagði Benitez af tilefni tilþrifa Robben en Liverpool ætlar að áfrýja rauða spjaldinu á Reina sem á yfir höfði sér þriggja leikja bann vegna dómsins. Benitez vill að dómarar sýni af sér meiri reynslu þegar taka þarf á svona atvikum. "Ég skil ekki hvernig leikmenn komast upp með að vera sparkandi í aðra leikmenn allan leikinn án þess að fá svo mikið sem gult spjald en svo þegar Reina rétt svo stuggar við Robben þá fær hann rautt." José Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea þvertekur fyrir að fara í orðaleik við Benitez. "Ég hef ekki áhuga á því sem Rafa segir vegna þess að ég var að ljúka við leik þar sem mínir menn léku mjög vel og hefðu átt að vinna 3 eða 4-0 sigur. Hvers vegna ætti ég að segja mína skoðun á orðum Benitez. Stundum segjum menn eitthvað án þess að hugsa. Sérstaklega þegar maður tapar. Við skoruðum eitt fallegasta markið sem sést hefur í deildinni á tímabilinu og það var dæmt af okkur." sagði Mourinho og árétti að þetta var 50. sigur Chelsea í deildinni á einu og hálfu ári. Chelsea á 13 leiki eftir í deildinni á tímabilinu og Mourinho er búinn að reikna dæmið. "Við þurfum að vinna átta leiki, það er bara svo einfalt. Við þurfum að vinna þessa leiki eins fljótt og auðið er. Það mikilvæga við þetta er að verða meistarar aftur." sagði Mourinho að lokum. Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Þetta verður erfitt, en við munum reyna okkar besta” Sjá meira
Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool segir að það sé alltaf erfitt að lenda undir gegn góðu liði eins og Chelsea sem vann 2-0 í viðureign liðanna á Stamford Bridge í dag. Með sigrinum komst Chelsea í 15 stiga forystu í ensku úrvalsdeildinni og er 21 stigi á undan Liverpool sem er í 3. sæti deildarinnar. "Við spiluðum ekki illa en vandamálið er að þegar maður fær á sig mark gegn svona góðu liði hefur það meiri stjórn á leiknum. Við héldum áfram að sækja en þeir geta spilað sinn leik í vörn og spilað upp á skyndisóknir. Chelsea spilar yfirleitt út á skyndisóknir." sagði Benitez. Hann var hins vegar æfur út í Arjen Robben sem fiskaði markvörð Liverpool, Jose Reina út af með rautt spjald. Benitez segir að það sé ekki hægt að afsaka hegðun Robben sem lét sig falla með tilrifum þegar Reina ýtti á andlit Hollendingsins. Atvikið átti sér stað eftir að Reina hafði brotið á Eiði Smára Guðjohnsen. "Ég þarf að drífa mig á spítalann því Robben hlýtur að vera þar. Meiðsli hans eftir Reina hljóta að þýða að hann verði þar í viku. Sjónvarpsupptökur sýna reyndar að Robben hljóti að vera rúmfastur á spítala í 3 vikur vegna hálsbrots." sagði Benitez af tilefni tilþrifa Robben en Liverpool ætlar að áfrýja rauða spjaldinu á Reina sem á yfir höfði sér þriggja leikja bann vegna dómsins. Benitez vill að dómarar sýni af sér meiri reynslu þegar taka þarf á svona atvikum. "Ég skil ekki hvernig leikmenn komast upp með að vera sparkandi í aðra leikmenn allan leikinn án þess að fá svo mikið sem gult spjald en svo þegar Reina rétt svo stuggar við Robben þá fær hann rautt." José Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea þvertekur fyrir að fara í orðaleik við Benitez. "Ég hef ekki áhuga á því sem Rafa segir vegna þess að ég var að ljúka við leik þar sem mínir menn léku mjög vel og hefðu átt að vinna 3 eða 4-0 sigur. Hvers vegna ætti ég að segja mína skoðun á orðum Benitez. Stundum segjum menn eitthvað án þess að hugsa. Sérstaklega þegar maður tapar. Við skoruðum eitt fallegasta markið sem sést hefur í deildinni á tímabilinu og það var dæmt af okkur." sagði Mourinho og árétti að þetta var 50. sigur Chelsea í deildinni á einu og hálfu ári. Chelsea á 13 leiki eftir í deildinni á tímabilinu og Mourinho er búinn að reikna dæmið. "Við þurfum að vinna átta leiki, það er bara svo einfalt. Við þurfum að vinna þessa leiki eins fljótt og auðið er. Það mikilvæga við þetta er að verða meistarar aftur." sagði Mourinho að lokum.
Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Þetta verður erfitt, en við munum reyna okkar besta” Sjá meira