Hinn ungi og efnilegi bakvörður Nedum Onouha hjá Manchester City getur ekki spilað meira með liðinu á leiktíðinni vegna hnémeiðsla. Onouha er í U-21 árs landsliði Englendinga og þykir eitthvert mesta efni á Bretlandseyjum. "Ég er mjög vonsvikinn fyrir hans hönd, en hann er ungur og jafnar sig fljótt," sagði Stuart Pearce, stjóri City.
Onouha úr leik
