Sökuð um að ganga erinda Bandaríkjamanna 26. janúar 2006 20:36 Fast var skotið á forsætisráðherra á þingi í dag. Íslensk stjórnvöld voru sökuð um að ganga erinda bandaríska landvarnaráðuneytisins í stað þess að gæta hagsmuna þjóðarinnar í skeleggum umræðum um fangaflug á Alþingi í dag. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, hóf umræðuna við upphaf þingfundar í morgun en rétt eins og aðrir stjórnarandstæðingar sem á eftir komu skoraði hann á ríkisstjórnina að krefja Bandaríkjamenn skýringa um fangaflugið svonefnda. Geir Haarde utanríkisráðherra ítrekaði hins vegar að bandarísk stjórnvöld hefðu þegar verið spurð um málið og engar haldbærar sannanir væru fyrir því að þessir flutningar hefðu yfirhöfðu átt sér stað. "Í vestrænum lýðræðisríkjum er ekki hægt að hefja rannsókn án ástæðu," sagði Geir H. Haarde utanríkisráðherra. "Íslensk stjórnvöld hafa enga ástæðu til að hefja rannsókn hér á landi á grundvelli óstaðfestra sögusagna." Forsætisráðherra tók í svipaðan streng en útilokaði þó ekki að fangaflugsmálið yrði skoðað betur síður ef tilefni væri til. "Við munum að sjálfsögðu taka þátt í þessari athugun á vegum Evrópuráðsins og þegar sú skýrsla kemur út má vel vera að spyrja megi frekari spurninga," sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra. Ögmundi Jónassyni, þingflokksformaður Vinstri-grænna, var svo mikið niðri fyrir eftir þessa ræðu Halldórs Ásgrímssonar að hann hóf mál sitt áður en hann var kominn í pontu. "Hvenær skyldi koma að því að hæstvirtur forsætisráðherra hætti að tala sem fulltrúi og talsmaður Pentagon og fara að tala í nafni íslensku þjóðarinnar?" spurði Ögmundur. Við þetta má svo bæta að í morgun ákvað Evrópuþingið að setja á fót sérstaka nefnd til að rannsaka þetta sama mál. Nefndin á sérstaklega að kanna hvort ríkisstjórnir aðildarríkja Evrópusambandsins hafi haft vitneskju um leynifangelsin og fangaflutningana - ef á annað borð tekst að sanna að þeir hafi átt sér stað. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Vinstri græn Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Sjá meira
Íslensk stjórnvöld voru sökuð um að ganga erinda bandaríska landvarnaráðuneytisins í stað þess að gæta hagsmuna þjóðarinnar í skeleggum umræðum um fangaflug á Alþingi í dag. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, hóf umræðuna við upphaf þingfundar í morgun en rétt eins og aðrir stjórnarandstæðingar sem á eftir komu skoraði hann á ríkisstjórnina að krefja Bandaríkjamenn skýringa um fangaflugið svonefnda. Geir Haarde utanríkisráðherra ítrekaði hins vegar að bandarísk stjórnvöld hefðu þegar verið spurð um málið og engar haldbærar sannanir væru fyrir því að þessir flutningar hefðu yfirhöfðu átt sér stað. "Í vestrænum lýðræðisríkjum er ekki hægt að hefja rannsókn án ástæðu," sagði Geir H. Haarde utanríkisráðherra. "Íslensk stjórnvöld hafa enga ástæðu til að hefja rannsókn hér á landi á grundvelli óstaðfestra sögusagna." Forsætisráðherra tók í svipaðan streng en útilokaði þó ekki að fangaflugsmálið yrði skoðað betur síður ef tilefni væri til. "Við munum að sjálfsögðu taka þátt í þessari athugun á vegum Evrópuráðsins og þegar sú skýrsla kemur út má vel vera að spyrja megi frekari spurninga," sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra. Ögmundi Jónassyni, þingflokksformaður Vinstri-grænna, var svo mikið niðri fyrir eftir þessa ræðu Halldórs Ásgrímssonar að hann hóf mál sitt áður en hann var kominn í pontu. "Hvenær skyldi koma að því að hæstvirtur forsætisráðherra hætti að tala sem fulltrúi og talsmaður Pentagon og fara að tala í nafni íslensku þjóðarinnar?" spurði Ögmundur. Við þetta má svo bæta að í morgun ákvað Evrópuþingið að setja á fót sérstaka nefnd til að rannsaka þetta sama mál. Nefndin á sérstaklega að kanna hvort ríkisstjórnir aðildarríkja Evrópusambandsins hafi haft vitneskju um leynifangelsin og fangaflutningana - ef á annað borð tekst að sanna að þeir hafi átt sér stað.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Vinstri græn Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Sjá meira