Sökuð um að ganga erinda Bandaríkjamanna 26. janúar 2006 20:36 Fast var skotið á forsætisráðherra á þingi í dag. Íslensk stjórnvöld voru sökuð um að ganga erinda bandaríska landvarnaráðuneytisins í stað þess að gæta hagsmuna þjóðarinnar í skeleggum umræðum um fangaflug á Alþingi í dag. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, hóf umræðuna við upphaf þingfundar í morgun en rétt eins og aðrir stjórnarandstæðingar sem á eftir komu skoraði hann á ríkisstjórnina að krefja Bandaríkjamenn skýringa um fangaflugið svonefnda. Geir Haarde utanríkisráðherra ítrekaði hins vegar að bandarísk stjórnvöld hefðu þegar verið spurð um málið og engar haldbærar sannanir væru fyrir því að þessir flutningar hefðu yfirhöfðu átt sér stað. "Í vestrænum lýðræðisríkjum er ekki hægt að hefja rannsókn án ástæðu," sagði Geir H. Haarde utanríkisráðherra. "Íslensk stjórnvöld hafa enga ástæðu til að hefja rannsókn hér á landi á grundvelli óstaðfestra sögusagna." Forsætisráðherra tók í svipaðan streng en útilokaði þó ekki að fangaflugsmálið yrði skoðað betur síður ef tilefni væri til. "Við munum að sjálfsögðu taka þátt í þessari athugun á vegum Evrópuráðsins og þegar sú skýrsla kemur út má vel vera að spyrja megi frekari spurninga," sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra. Ögmundi Jónassyni, þingflokksformaður Vinstri-grænna, var svo mikið niðri fyrir eftir þessa ræðu Halldórs Ásgrímssonar að hann hóf mál sitt áður en hann var kominn í pontu. "Hvenær skyldi koma að því að hæstvirtur forsætisráðherra hætti að tala sem fulltrúi og talsmaður Pentagon og fara að tala í nafni íslensku þjóðarinnar?" spurði Ögmundur. Við þetta má svo bæta að í morgun ákvað Evrópuþingið að setja á fót sérstaka nefnd til að rannsaka þetta sama mál. Nefndin á sérstaklega að kanna hvort ríkisstjórnir aðildarríkja Evrópusambandsins hafi haft vitneskju um leynifangelsin og fangaflutningana - ef á annað borð tekst að sanna að þeir hafi átt sér stað. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Vinstri græn Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Íslensk stjórnvöld voru sökuð um að ganga erinda bandaríska landvarnaráðuneytisins í stað þess að gæta hagsmuna þjóðarinnar í skeleggum umræðum um fangaflug á Alþingi í dag. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, hóf umræðuna við upphaf þingfundar í morgun en rétt eins og aðrir stjórnarandstæðingar sem á eftir komu skoraði hann á ríkisstjórnina að krefja Bandaríkjamenn skýringa um fangaflugið svonefnda. Geir Haarde utanríkisráðherra ítrekaði hins vegar að bandarísk stjórnvöld hefðu þegar verið spurð um málið og engar haldbærar sannanir væru fyrir því að þessir flutningar hefðu yfirhöfðu átt sér stað. "Í vestrænum lýðræðisríkjum er ekki hægt að hefja rannsókn án ástæðu," sagði Geir H. Haarde utanríkisráðherra. "Íslensk stjórnvöld hafa enga ástæðu til að hefja rannsókn hér á landi á grundvelli óstaðfestra sögusagna." Forsætisráðherra tók í svipaðan streng en útilokaði þó ekki að fangaflugsmálið yrði skoðað betur síður ef tilefni væri til. "Við munum að sjálfsögðu taka þátt í þessari athugun á vegum Evrópuráðsins og þegar sú skýrsla kemur út má vel vera að spyrja megi frekari spurninga," sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra. Ögmundi Jónassyni, þingflokksformaður Vinstri-grænna, var svo mikið niðri fyrir eftir þessa ræðu Halldórs Ásgrímssonar að hann hóf mál sitt áður en hann var kominn í pontu. "Hvenær skyldi koma að því að hæstvirtur forsætisráðherra hætti að tala sem fulltrúi og talsmaður Pentagon og fara að tala í nafni íslensku þjóðarinnar?" spurði Ögmundur. Við þetta má svo bæta að í morgun ákvað Evrópuþingið að setja á fót sérstaka nefnd til að rannsaka þetta sama mál. Nefndin á sérstaklega að kanna hvort ríkisstjórnir aðildarríkja Evrópusambandsins hafi haft vitneskju um leynifangelsin og fangaflutningana - ef á annað borð tekst að sanna að þeir hafi átt sér stað.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Vinstri græn Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira