Pólland er eina ríkið á Evrópska efnahagssvæðinu þar sem verðbólga er lægri en á Íslandi samkvæmt samræmdri vísitölu neysluverðs. Verðbólgan mælist samkvæmt þessu eitt prósent á Íslandi frá desember 2004 til desember 2005 en 0,8 prósent í Póllandi.
Mest mældist verðbólgan í Lettlandi þar sem hún var 7,1 prósent en næst voru Slóvakía og Spánn með tæplega fjögurra prósenta verðbólgu. Meðalverðbólgan í ríkjum á evrópska efnahagssvæðinu var 2,1 prósent.