Topplið Hauka og Grindavíkur unnu þægilega sigra í Iceland Express-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Grindavík lagði ÍS 84-66 í Grindavík, þar sem Jerica Watson skoraði 28 stig og hirti 15 fráköst og Hildur Sigurðardóttir var með 24 stig, 19 fráköst og 6 stoðsendingar.
Haukar rótburstuðu botnlið KR 109-40, þar sem Megan Hahoney skoraði 34 stig og Helena Sverrisdóttir 21 stig fyrir Hauka.