Marco Andretti, barnabarn goðsagnarinnar Mario Andretti fyrrum heimsmeistara í Formúlu 1, verður á meðal keppenda í Indianapolis 500 kappakstrinum í ár. Marco er aðeins 18 ára gamall, en þykir mikið efni og hefur nú staðist próf til að fá að vera með í keppninni í maí.
Hann mun aka fyrir Andretti Green-liðið sem er í eigu föður hans, sem einnig er fyrrum ökumaður í Formúlu 1.