Stórhríð er á suðausturlandi og ófært á Breiðdalsheiði og Öxi og mikil hálka er víða á suðurlandi.
Snjóþekja eða hálka og éljagangur er víða á Vesturlandi og Þæfingur á Skógarströnd og Heydal. Á Vestfjörðum er víða snjóþekja eða hálka og ófært er um Eyrarfjall. Á Norðurlandi vestra er víða Hálka og á Norðurlandi eystra er víða hálka eða hálkublettir. Á austurlandi er víða þæfingsfærð og snjókoma og verið er að moka.
Innlent