Nú er talið víst að Steve Staunton verði tilkynntur sem næsti landsliðsþjálfari Íra á allra næstu dögum eftir að hann fékk sig lausan úr starfi aðstoðarmanns hjá knattspyrnuliðinu Walsall í dag. Yfirmaður írska knattspyrnusambandsins hitti Staunton í Birmingham í dag, þar sem hann gekk frá starfslokasamningi hans við félagið og því er sambandinu ekkert að vanbúnaði við ráðningu Staunton.
Ráðning Staunton á næsta leiti
