Blackburn og Manchester United gerðu 1-1 jafntefli á Ewood Park í fyrri leik liðanna í undanúrslitum enska deildarbikarsins í kvöld. Louis Saha skoraði mark United á 30. mínútu en Norðmaðurinn magnaði Morten Gamst Pedersen jafnaði fyrir Blackburn aðeins fimm mínútum síðar. Liðin mætast aftur eftir hálfan mánuð.

