Thierry Henry ætlar að vera áfram hjá Arsenal 7. janúar 2006 03:00 Yfirlýsing Thierry Henry í kvöld er klárlega bestu fréttir sem stuðningsmenn Arsenal hafa fengið í ár. NordicPhotos/GettyImages Franski knattspyrnusnillingurinn Thierry Henry hefur nú bundið enda á vangaveltur um framtíð hans hjá Arsenal, því í kvöld lýsti hann því yfir í viðtali við The Sun að hann ætlaði að vera áfram hjá félaginu í það minnsta út næsta keppnistímabil. Þetta eru mjög góðar fréttir fyrir stuðningsmenn Arsenal, sem óttuðust mjög að hann fetaði í fótspor Patrick Vieira og reyndi fyrir sér á meginlandinu. "Staðreyndin er sú að ég elska þetta félag og hef nú ákveðið að vera áfram hjá Arsenal. Ég vil koma því áleiðis til aðdáenda félagsins og fólksins sem alltaf styður mig, að mig langar að vera hér áfram og fara með liðinu á nýja leikvanginn. Ég mun ræða við knattspyrnustjórann og stjórnina og við hljótum að ná að semja um framhaldið, því ég vil vera áfram," sagði Henry og bætti við að orðrómurinn um að hann hefði verið í viðræðum við Barcelona væri út í hött. "Sannleikurinn er sá að ég hef aldrei rætt við einn eða neinn frá öðrum félögum og ég vona að þetta verði til að slökkva í kjaftasögunum," sagði hann, en neitaði ekki að það hefði verið freistandi að feta í fótspor landa síns Patrick Vieira. "Ég er nú bara 28 ára ennþá, en stuðningsmenn Arsenal áttu stóran þátt í ákvörðun minni. Þeir bauluðu ekki á mig eða snerust gegn mér þó allt þetta slúður væri í gangi og hafa alltaf komið ótrúlega vel fram við mig," sagði Henry. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins „Við erum of mistækir“ „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Úrslitin ráðast í úrvalsdeildinni í keilu Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Danski dómarinn aftur á börum af velli „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Svindlaði á öllum lyfjaprófum Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Dagskráin í dag: Sunnudagssæla Sjá meira
Franski knattspyrnusnillingurinn Thierry Henry hefur nú bundið enda á vangaveltur um framtíð hans hjá Arsenal, því í kvöld lýsti hann því yfir í viðtali við The Sun að hann ætlaði að vera áfram hjá félaginu í það minnsta út næsta keppnistímabil. Þetta eru mjög góðar fréttir fyrir stuðningsmenn Arsenal, sem óttuðust mjög að hann fetaði í fótspor Patrick Vieira og reyndi fyrir sér á meginlandinu. "Staðreyndin er sú að ég elska þetta félag og hef nú ákveðið að vera áfram hjá Arsenal. Ég vil koma því áleiðis til aðdáenda félagsins og fólksins sem alltaf styður mig, að mig langar að vera hér áfram og fara með liðinu á nýja leikvanginn. Ég mun ræða við knattspyrnustjórann og stjórnina og við hljótum að ná að semja um framhaldið, því ég vil vera áfram," sagði Henry og bætti við að orðrómurinn um að hann hefði verið í viðræðum við Barcelona væri út í hött. "Sannleikurinn er sá að ég hef aldrei rætt við einn eða neinn frá öðrum félögum og ég vona að þetta verði til að slökkva í kjaftasögunum," sagði hann, en neitaði ekki að það hefði verið freistandi að feta í fótspor landa síns Patrick Vieira. "Ég er nú bara 28 ára ennþá, en stuðningsmenn Arsenal áttu stóran þátt í ákvörðun minni. Þeir bauluðu ekki á mig eða snerust gegn mér þó allt þetta slúður væri í gangi og hafa alltaf komið ótrúlega vel fram við mig," sagði Henry.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins „Við erum of mistækir“ „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Úrslitin ráðast í úrvalsdeildinni í keilu Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Danski dómarinn aftur á börum af velli „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Svindlaði á öllum lyfjaprófum Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Dagskráin í dag: Sunnudagssæla Sjá meira