Alexandre Gaydamak hefur nú formlega gengið frá kaupum á helmingshlut í knattspyrnufélaginu Portsmouth, en stjórnarformaðurinn Milan Mandaric er sagður hafa þegið um 15 milljónir punda fyrir að láta eftir hlut sinn. Gaydamak er jafnvel sagður hafa í hyggju að taka yfir allt félagið á næstu 12 mánuðum, en það ku hafa verið skilyrði fyrir kaup hans á helmingshlut sínum nú.
Gaydamak formlega orðinn meðeigandi
