Suður-Afríkumaðurinn Giniel de Villiers hefur náð forystu í Paris-Dakar rallinu eftir að eknar hafa verið 6 dagleiðir. Villiers hafnaði í þriðja sæti á sjöttu leiðinni og hefur því náð 22 sekúndna forskoti á félaga sinn Carlos Sainz hjá Volkswagen-liðinu. Thierry Magnaldi sigraði á 6. leiðinni, en er engu að síður ekki á meðal fimm efstu manna í heildarkeppninni.
