Fulltrúar aganefndar enska knattspyrnusambandsins hafa nú sett sig í samband við Alan Wiley dómara og beðið hann um skýrslu vegna ljótrar tæklingar David Sommeil, leikmanns Manchester City, á bakvörðinn Lee hjá Tottenham í leik liðanna í gærkvöldi.
Tæklingin var mjög ljót og framkvæmd með ásetningi fjarri boltanum, en Lee lá óvígur eftir og verður líklega frá keppni í um tvær vikur með bólgið hné. "Lee sagði mér að þetta hefði verið ljótasta tækling sem hann hefði séð og ég trúi honum," sagði Martin Jol, stjóri Tottenham.